ADHD snöggkældi Fylkismenn

Snorri Rafn Hallsson skrifar
adhd

Síðast mættust liðin í Ancient og FH hafði betur 16–8 en í gær léku liðin í Nuke. FH vann skammbyssulotuna og kaus að byrja í vörn. ADHD felldi Snæ þegar hann var við það að setja sprengjuna niður í skammbyssulotunni og náðu allir leikmenn FH fellu til að vinna fyrstu lotuna. ADHD náði opnunum með vappanum sem gerði það að verkum að Fylkismenn komu særðir í einvígin og fóru ekki langt. Fjórföld fella frá ADHD kom FH svo í 4–0. Fylkir var ekki nálægt því að vinna lotu fyrr en í sjöundu lotu. DOM kom hins vegar í veg fyrir það með hausskoti á sprengjusvæðinu og FH hélt áfram að raða inn lotunum.

ADHD, ZerQ og DOM læstu kortinu algjörlega og bar FH höfuð og herðar yfir lið Fylkis sem hvergi náði að skapa sér tækifæri. Eftir 12 lotur hafði ADHD náð 21 fellu. Það var svo loks í þeirri þrettándu sem Fylkir náði stigi, en FH vann síðustu tvær.

Staðan í hálfleik: FH 14 – 1 Fylkir

FH vann einnig síðari skammbyssulotuna og vantaði því einungis eina lotu til að sigra leikinn. Deigluskot frá Snæ hélt lífi í leiknum um stund fyrir Fylki sem bætti fjórum lotum við áður en FH lokaði leiknum.

Lokastaða: FH 16 – 6 Fylkir

Næstu leikir liðanna:

  • Dusty – FH, fimmtudaginn 9/2 kl. 19:30
  • Fylkir – LAVA, fimmtudaginn 9/2 kl. 20:30

Sýnt verður frá leikjunum í beinni útsendinguá Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Leikirnir