Þórsarar lögðu Ármann af miklu öryggi Snorri Rafn Hallsson skrifar 3. febrúar 2023 15:00 Bæði lið hafa verið á miklu flugi undanfarið, en þegar liðin mættust í 6. umferð hafði Þór betur 16–12 eftir að hafa verið yfir 13–2 í hálfleik. Viðureign gærkvöldsins fór fram í Anubis og Ármann vann hnífalotuna. Liðið byrjaði því í vörn en Þórsarar voru snöggir að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotunni og sýna yfirburði sína snemma í leiknum. Tvöföld fella frá Brnr minnkaði muninn í 3–1 en í næstu lotu átti sér stað ótrúlegt lokaeinvígi milli Allee og Ofvirks sem Allee hafði betur í. Allee fór af miklu öryggi fyrir liði Þórs og tók oft hárréttar ákvarðanir sem skiluðu liðinu góðu forskoti gegn Ármanni sem ekki fann rónna sem liðið þurfti. Allt of oft missti Ármann alla sína menn án þess að ná nokkurri fellu og því gátu þeir hvorki vopnast vel né skapað sér tækifæri. Ofvirkur þurfti að gera hlutina sjálfur til að sækja annað stig Ármanns í elleftu lotu með snyrtilegri afgreiðslu á fjórum leikmönnum Þórs. Sama leik lék hann í lotunni á eftir þegar hann felldi þrjá í röð en hálfleikurinn var enn sem áður afar einhliða og staðan eftir því. Staðan í hálfleik: Ármann 4 – 11 Þór Hyper krækti í skammbyssulotuna fyrir Ármann en Þórsarar svöruðu um hæl af miklum krafti og tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn auðveldlega. Lokastaðan: Ármann 16 – 5 Þór Næstu leikir liðanna: TEN5ION – Ármann, þriðjudaginn 7/2 kl. 19:30 Breiðablik – Þór, fimmtudaginn 9/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Ármann
Bæði lið hafa verið á miklu flugi undanfarið, en þegar liðin mættust í 6. umferð hafði Þór betur 16–12 eftir að hafa verið yfir 13–2 í hálfleik. Viðureign gærkvöldsins fór fram í Anubis og Ármann vann hnífalotuna. Liðið byrjaði því í vörn en Þórsarar voru snöggir að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotunni og sýna yfirburði sína snemma í leiknum. Tvöföld fella frá Brnr minnkaði muninn í 3–1 en í næstu lotu átti sér stað ótrúlegt lokaeinvígi milli Allee og Ofvirks sem Allee hafði betur í. Allee fór af miklu öryggi fyrir liði Þórs og tók oft hárréttar ákvarðanir sem skiluðu liðinu góðu forskoti gegn Ármanni sem ekki fann rónna sem liðið þurfti. Allt of oft missti Ármann alla sína menn án þess að ná nokkurri fellu og því gátu þeir hvorki vopnast vel né skapað sér tækifæri. Ofvirkur þurfti að gera hlutina sjálfur til að sækja annað stig Ármanns í elleftu lotu með snyrtilegri afgreiðslu á fjórum leikmönnum Þórs. Sama leik lék hann í lotunni á eftir þegar hann felldi þrjá í röð en hálfleikurinn var enn sem áður afar einhliða og staðan eftir því. Staðan í hálfleik: Ármann 4 – 11 Þór Hyper krækti í skammbyssulotuna fyrir Ármann en Þórsarar svöruðu um hæl af miklum krafti og tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn auðveldlega. Lokastaðan: Ármann 16 – 5 Þór Næstu leikir liðanna: TEN5ION – Ármann, þriðjudaginn 7/2 kl. 19:30 Breiðablik – Þór, fimmtudaginn 9/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Körfubolti
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Körfubolti