Um helmingur skoðar samskipti maka á samfélagsmiðlum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2023 20:01 Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í niðurstöður úr könnun Makamála þar sem lesendur voru spurðir hvort að þeim finnist þeir eiga rétt á því að skoða samskipti maka á samfélagsmiðlum. Eru samfélagsmiðlar stuðningur eða ógn í ástarsamböndum? Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim finnist þeir eiga rétt á því að skoða samskipti maka á samfélagsmiðlum en tæplega fimm þúsund manns svöruðu könnuninni. Könnunin var kynjaskipt og ef borin eru saman svör karla og kvenna má sjá mestan mun á því hversu margir segjast ALDREI eiga rétt á því að skoða samskipti maka. Það voru 37% kvenna samanborið við 49% karla. Til þess að rýna í og ræða niðurstöðurnar settu Makamál sig í samband við Dr. Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands en hann er umsjónarmaður námskeiðsins Samfélags- og nýmiðlar. Koma þessar niðurstöður þér eitthvað á óvart? „Já, dálítið. Mér finnst athyglisvert hversu fáir, í raun, segja aldrei. Ég hefði trúað að þessi tala yrði hærri. Í mínum huga eru svona einkasamskipti mikið einkamál.“ Há prósenta fólks er kurteis og virðir samþykki makans. Það kemur mér hins vegar ekkert á óvart að ákveðin prósenta, ekki há, langi til að sjá þetta og hafi jafnvel stolist til þess. Það er ekki nema eðlilegt. Arnar segir það koma sér töluvert á óvart hversu margir telji sig eiga rétt á því að skoða samskipti maka á samfélagsmiðlum. Enginn munur er á kynjunum þegar skoðað er hversu mörgum hefur langað til þess að skoða samskipti maka, án þess að telja sig eiga rétt á því eða 11% kvenna á móti 10% karla. Sama á við um þá sem segjast hafa stolist til þess, 9% kvenna á móti 8% karla. Þegar niðurstöður svarenda eru teknar saman (án tillits til réttar eða samþykkis/vitundar maka) má sjá að 63% kvenna, 41% karla og 54% kvár segjast skoða samskipti maka á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nánari niðurstöður. Niðurstöður* Konur: Nei, aldrei - 37% Nei, en hef langað til þess - 11% Nei, en hef gert það án vitundar/samþykki maka - 9% Já, en bara með vitund/samþykki maka - 30% Já, alltaf - Bæði án með með vitundar/samþykkis maka - 13% Karlar: Nei, aldrei - 49% Nei, en hef langað til þess - 10% Nei, en hef gert það án vitundar/samþykki maka -8% Já, en bara með vitund/samþykki maka - 26% Já, alltaf - Bæði án með með vitundar/samþykkis maka - 7 Kvár: Nei, aldrei - 42% Nei, en hef langað til þess - 4% Nei, en hef gert það án vitundar/samþykki maka -7% Já, en bara með vitund/samþykki maka - 18% Já, alltaf - Bæði án með með vitundar/samþykkis maka - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Samfélagsmiðlar geti stuðlað að framhjáhöldum Aðspurður hvort að hann telji samfélagsmiðla vera að einhverju leyti vaxandi ógn í samböndum, segir hann það erfitt að segja og fari allt eftir því hvernig málið er skilgreint. „Almennt séð hafa samfélagsmiðlar og rafræn samskipti verið ágæt tæki fyrir fólk að kynnast og jafnvel viðhalda samböndum. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt að samfélagsmiðlar eru notaðir til að daðra og gefa ákveðna mynd af sér og það er allt hið besta mál.“ Að sama skapi hafi samfélagsmiðlar einnig stuðlað að framhjáhöldum sökum þess hversu auðveld leiðin er að ýmiskonar samskiptum sem kæmi líklega ekki til annars. „Fólk getur verið daðrandi við einhvern undir rós án vitundar maka og þar fram eftir götunum.“ Um sambönd sem ekki eru góð og þar sem valdaójafnvægi eða ofbeldi er jafnvel til staðar, segir hann: Samfélagsmiðlar hafa sannarlega verið ógn í samböndum, þar sem karlmenn, ofbeldismenn þá, fylgjast með eiginkonum sínum eins og fangaverðir, lesa alls konar í tiltölulega saklausar myndir og þess háttar. Það að í dag séum við flest með líf okkar í beinni útsendingu ef svo mætti segja hefur ýmis vandkvæði í för með sér, sannarlega. Fólk deilir meiri og persónulegri upplýsingum en það geri sér grein fyrir Heldur þú að fólk almennt geri sér grein fyrir því hversu miklar og persónulegar upplýsingar það er að deila í spjalli á netinu? „Stutta svarið er nei, alls ekki. Ég held að það fari jafnvel vaxandi að við séum að deila meiru og meiru án þess að vita að við séum í raun að setja allt upp á borð. Hönnun samfélagsmiðla, sem eru í grunninn gróðadrifin fyrirtæki, sér líka til þess að við verðum fattlausari og grunlausari.“ Við erum ekki „heimsk“ en síaukinn hraði samfélagsins saman með glúrinni hönnun miðlanna, sem er venjulega stýrt af teymi sálfræðinga, félagsfræðinga og markaðsfræðinga, sér til þess að við erum dálítið vopnlaus í þessu öllu saman. Rifrildi og sáttir í textaformi, gömul saga og ný Getur verið að samskipti sem innihalda erfiðari samtöl eins og ágreining, rifrildi eða sáttir séu að færast meira og meira á rafrænt form, eins og á samfélagsmiðla? Getur jafnvel verið að fólk upplifi meira öryggi bak við lyklaborðið? Góð spurning! Ég held að sá þáttur sé bara áframhald á gamaldags bréfaskrifum, þar sem fólki fannst oft betra að skrifa sig frá erfiðum málum og orða hlutina rétt og án truflunar. Og vissulega er oft sniðugt að leysa erfið mál í gegnum texta. Arnar segir forrit eins og Messenger séu tilvalin samskiptatæki til samskipta að þessu tagi, þó upp að vissu marki. „Þó ekki nema til að skipuleggja fund þar sem fólk hittist augliti til auglitis, svo ég gerist pínu kerskinn. Því að ekkert kemur fyllilega í stað þess.“ Erfiðustu mál þarf náttúrulega að leysa í raunheimum, pikkið getur nefnilega svo auðveldlega hrundið af stað misskilningi líka. Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Könnunin var kynjaskipt og ef borin eru saman svör karla og kvenna má sjá mestan mun á því hversu margir segjast ALDREI eiga rétt á því að skoða samskipti maka. Það voru 37% kvenna samanborið við 49% karla. Til þess að rýna í og ræða niðurstöðurnar settu Makamál sig í samband við Dr. Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands en hann er umsjónarmaður námskeiðsins Samfélags- og nýmiðlar. Koma þessar niðurstöður þér eitthvað á óvart? „Já, dálítið. Mér finnst athyglisvert hversu fáir, í raun, segja aldrei. Ég hefði trúað að þessi tala yrði hærri. Í mínum huga eru svona einkasamskipti mikið einkamál.“ Há prósenta fólks er kurteis og virðir samþykki makans. Það kemur mér hins vegar ekkert á óvart að ákveðin prósenta, ekki há, langi til að sjá þetta og hafi jafnvel stolist til þess. Það er ekki nema eðlilegt. Arnar segir það koma sér töluvert á óvart hversu margir telji sig eiga rétt á því að skoða samskipti maka á samfélagsmiðlum. Enginn munur er á kynjunum þegar skoðað er hversu mörgum hefur langað til þess að skoða samskipti maka, án þess að telja sig eiga rétt á því eða 11% kvenna á móti 10% karla. Sama á við um þá sem segjast hafa stolist til þess, 9% kvenna á móti 8% karla. Þegar niðurstöður svarenda eru teknar saman (án tillits til réttar eða samþykkis/vitundar maka) má sjá að 63% kvenna, 41% karla og 54% kvár segjast skoða samskipti maka á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nánari niðurstöður. Niðurstöður* Konur: Nei, aldrei - 37% Nei, en hef langað til þess - 11% Nei, en hef gert það án vitundar/samþykki maka - 9% Já, en bara með vitund/samþykki maka - 30% Já, alltaf - Bæði án með með vitundar/samþykkis maka - 13% Karlar: Nei, aldrei - 49% Nei, en hef langað til þess - 10% Nei, en hef gert það án vitundar/samþykki maka -8% Já, en bara með vitund/samþykki maka - 26% Já, alltaf - Bæði án með með vitundar/samþykkis maka - 7 Kvár: Nei, aldrei - 42% Nei, en hef langað til þess - 4% Nei, en hef gert það án vitundar/samþykki maka -7% Já, en bara með vitund/samþykki maka - 18% Já, alltaf - Bæði án með með vitundar/samþykkis maka - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Samfélagsmiðlar geti stuðlað að framhjáhöldum Aðspurður hvort að hann telji samfélagsmiðla vera að einhverju leyti vaxandi ógn í samböndum, segir hann það erfitt að segja og fari allt eftir því hvernig málið er skilgreint. „Almennt séð hafa samfélagsmiðlar og rafræn samskipti verið ágæt tæki fyrir fólk að kynnast og jafnvel viðhalda samböndum. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt að samfélagsmiðlar eru notaðir til að daðra og gefa ákveðna mynd af sér og það er allt hið besta mál.“ Að sama skapi hafi samfélagsmiðlar einnig stuðlað að framhjáhöldum sökum þess hversu auðveld leiðin er að ýmiskonar samskiptum sem kæmi líklega ekki til annars. „Fólk getur verið daðrandi við einhvern undir rós án vitundar maka og þar fram eftir götunum.“ Um sambönd sem ekki eru góð og þar sem valdaójafnvægi eða ofbeldi er jafnvel til staðar, segir hann: Samfélagsmiðlar hafa sannarlega verið ógn í samböndum, þar sem karlmenn, ofbeldismenn þá, fylgjast með eiginkonum sínum eins og fangaverðir, lesa alls konar í tiltölulega saklausar myndir og þess háttar. Það að í dag séum við flest með líf okkar í beinni útsendingu ef svo mætti segja hefur ýmis vandkvæði í för með sér, sannarlega. Fólk deilir meiri og persónulegri upplýsingum en það geri sér grein fyrir Heldur þú að fólk almennt geri sér grein fyrir því hversu miklar og persónulegar upplýsingar það er að deila í spjalli á netinu? „Stutta svarið er nei, alls ekki. Ég held að það fari jafnvel vaxandi að við séum að deila meiru og meiru án þess að vita að við séum í raun að setja allt upp á borð. Hönnun samfélagsmiðla, sem eru í grunninn gróðadrifin fyrirtæki, sér líka til þess að við verðum fattlausari og grunlausari.“ Við erum ekki „heimsk“ en síaukinn hraði samfélagsins saman með glúrinni hönnun miðlanna, sem er venjulega stýrt af teymi sálfræðinga, félagsfræðinga og markaðsfræðinga, sér til þess að við erum dálítið vopnlaus í þessu öllu saman. Rifrildi og sáttir í textaformi, gömul saga og ný Getur verið að samskipti sem innihalda erfiðari samtöl eins og ágreining, rifrildi eða sáttir séu að færast meira og meira á rafrænt form, eins og á samfélagsmiðla? Getur jafnvel verið að fólk upplifi meira öryggi bak við lyklaborðið? Góð spurning! Ég held að sá þáttur sé bara áframhald á gamaldags bréfaskrifum, þar sem fólki fannst oft betra að skrifa sig frá erfiðum málum og orða hlutina rétt og án truflunar. Og vissulega er oft sniðugt að leysa erfið mál í gegnum texta. Arnar segir forrit eins og Messenger séu tilvalin samskiptatæki til samskipta að þessu tagi, þó upp að vissu marki. „Þó ekki nema til að skipuleggja fund þar sem fólk hittist augliti til auglitis, svo ég gerist pínu kerskinn. Því að ekkert kemur fyllilega í stað þess.“ Erfiðustu mál þarf náttúrulega að leysa í raunheimum, pikkið getur nefnilega svo auðveldlega hrundið af stað misskilningi líka.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira