Lífið

Þessir tveir kepp­endur gætu orðið næsta Idol-stjarna Ís­lands

Árni Sæberg skrifar
Tveir þessara keppenda mætast í úrslitum í næstu viku.
Tveir þessara keppenda mætast í úrslitum í næstu viku. Stöð 2

Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku.

Kjalar, Saga Matthildur, Bía og Símon Grétar tóku þátt í undanúrslitum í kvöld.

*Höskuldarviðvörun - ef þú hefur ekki horft á Idol þátt kvöldsins - ekki lesa lengra.*

Að lokinni símakosningu var tilkynnt að þau Bía og Símon Grétar hafi lent í tveimur neðstu sætunum og því er þátttöku þeirra í keppninni lokið. Dómarar voru samróma um það að þjóðin hafi ekki séð það síðasta af þeim Bíu og Símoni Grétari. 

Þau Saga Matthildur og Kjalar mætast í úrslitaþætti Idolsins á föstudagkvöld í næstu viku. Þá verður næsta Idol-stjarna Íslands krýnd.

Kjalar segist vera spenntur fyrir því að fá að syngja meira í keppninni þó hann hafi ekki leitt hugann að einvíginu í næstu viku.

Saga Matthildur er auðvitað hæstánægð með að vera komin í úrslit þó hún hafi ekki endilega búist við því að komast svo langt.

Dómarar sögðu það ekki vera neina tilviljun að þau tvö mætist í úrslitum. Þau hafi bæði sungið sig inn í hug og hjarta þjóðarinnar.

„Áfram, áfram, áfram, áfram!“ sagði Bríet að lokum.


Tengdar fréttir

„Þetta er náttúrulega bara rugl“

Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu.

Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu

Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.