Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2023 22:03 Gulu úlfarnir Keith og Jim heita Gaute og Ben í raun og veru. Daniele Venturelli/Getty Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. Allesandra vann keppnina með laginu Queen of kings og mun flytja það í Liverpool í maí næstkomandi. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Allessandra sagði sér hafa hlotnast mikill heiður og að hún muni gera norsku þjóðina stolta, eftir að úrslit keppninnar voru tilkynnt. Úlfarnir heita Gaute og Ben Á úrslitakvöldinu kom raftónlistartvíeykið Subwoolfer fram. Meðlimir Subwoolfer vöktu mikla athygli í Eurovision-keppninni í fyrra þegar þeir komu fram grímuklæddir og fluttu lag um úlf sem þarf að gefa banana ellegar borði hann ömmu þeirra. Allt frá því að tvíeykið keppti í undankeppninni í fyrra hafa nöfn og útlit meðlima þess verið á huldu. Í kvöld felldu þeir hins vegar grímurnar og í ljós kom að þeir heita Gaute Ormåsen og Ben Adams. Í myndskeiði í frétt Verdens Gang má sjá atriði þeirra og bút úr viðtali við þá, sem tekið var fyrr í vikunni. Þeir segja að nöfn þeirra hafi verið eins konar opinbert leyndarmál enda hafi allir sem þekkja þá þekkt þá á röddum þeirra þrátt fyrir grímurnar og dulnefnin Keith og Jim. Þeir segja jafnframt að með því að fella grímurnar hafi þeir lokið fyrsta kaflanum í sögu Subwoolfer. Þeir muni áfram koma fram undir nafninu Subwoolfer en með breyttu sniði. Líkt og greint var frá á dögunum mun Subwoolfer leggja leið sína til landsins í mars og koma fram í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hvort það verði þeir Gaute og Ben sem koma fram eða gulu úlfarnir Keith og Jim verður að koma í ljós. Noregur Eurovision Tengdar fréttir Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00 Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Allesandra vann keppnina með laginu Queen of kings og mun flytja það í Liverpool í maí næstkomandi. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Allessandra sagði sér hafa hlotnast mikill heiður og að hún muni gera norsku þjóðina stolta, eftir að úrslit keppninnar voru tilkynnt. Úlfarnir heita Gaute og Ben Á úrslitakvöldinu kom raftónlistartvíeykið Subwoolfer fram. Meðlimir Subwoolfer vöktu mikla athygli í Eurovision-keppninni í fyrra þegar þeir komu fram grímuklæddir og fluttu lag um úlf sem þarf að gefa banana ellegar borði hann ömmu þeirra. Allt frá því að tvíeykið keppti í undankeppninni í fyrra hafa nöfn og útlit meðlima þess verið á huldu. Í kvöld felldu þeir hins vegar grímurnar og í ljós kom að þeir heita Gaute Ormåsen og Ben Adams. Í myndskeiði í frétt Verdens Gang má sjá atriði þeirra og bút úr viðtali við þá, sem tekið var fyrr í vikunni. Þeir segja að nöfn þeirra hafi verið eins konar opinbert leyndarmál enda hafi allir sem þekkja þá þekkt þá á röddum þeirra þrátt fyrir grímurnar og dulnefnin Keith og Jim. Þeir segja jafnframt að með því að fella grímurnar hafi þeir lokið fyrsta kaflanum í sögu Subwoolfer. Þeir muni áfram koma fram undir nafninu Subwoolfer en með breyttu sniði. Líkt og greint var frá á dögunum mun Subwoolfer leggja leið sína til landsins í mars og koma fram í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hvort það verði þeir Gaute og Ben sem koma fram eða gulu úlfarnir Keith og Jim verður að koma í ljós.
Noregur Eurovision Tengdar fréttir Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00 Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00
Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30