Forspoken: Skemmtilegur leikur, að leiðindum loknum Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 08:45 Square Enix Forspoken er nýr leikur frá Luminous Productions, sem er í eigu Square Enix. Hann fjallar um hina ungu og dularfullu Frey Holland, sem ratar á einhvern hátt inn í ævintýraheim sem heitir Athia en þar býr hún yfir miklum og undarlegum kröftum. Þá krafta og nýtt dularfullt armband sem hatara hana, þarf Frey að nota til að hjálpa íbúum heimsins og reyna að komast aftur heim til New York. Leikurinn fer gífurlega hægt af stað og á köflum er hreinlega erfitt að spila hann vegna hægagangs og leiðinda sem maður þarf að komast í gegnum. Að endingu reynist þó ágætis leikur þarna undir, sérstaklega þegar kemur að bardagakerfi og ferðalögum Frey. Það er þó erfitt að komast á þann stað. Á köflum merkilega leiðinlegur Ég hef mjög blendnar tilfinningar gagnvart Forspoken. Leikurinn er svo yfirgengilega kaflaskiptur varðandi skemmtanagildi og fyrstu klukkustundir hans eru langverstar. Þegar Forspoken kemst á flug rætist þó verulega úr honum, þó það sé nokkuð um endurtekningar og mulningsvinnu eða „grind“. Eftir að Frey endar í Athia, fer hún til borgar sem kallast Cipal. Ég hata þá borg. Borgin inniheldur einhver allra leiðinlegustu side quest sem ég hef komist í tæri við í tölvuleik. Ég er að vísu aðallega að hugsa um eitt, en ég ætla að leyfa því að menga alla upplifun mína að leiknum. Ég þurfti að eyða einhverjum hálftíma af lífi mínu í að elta einhvern djöfuls drullusokk um götur Cipal, læra óáhugaverða hluti um borgina og gefa asnalegum rollum eitthvað að éta. X-takkinn fékk að vísu að kenna á því á þessum tíma svo ég lærði blessunarlega lítið sem ekki neitt en ég hata þetta side quest, svo deyr þessi helvítis gaur ekki einu sinni og leikurinn reynir seinna að láta mann dansa við hann. Square Enix Saga sem heillar ekki Þegar ég var að keyra mig í gegnum upphaf leiksins velti ég stöðugt vöngum yfir því hvort enginn þeirra sem gerði Forspoken hefði prófað hann. Þetta er nefnilega grútleiðinlegt á köflum og þetta reyndist mér oft mjög erfitt að vaða í gegnum þetta. Saga leiksins er þarna. Ég get eiginlega ekki sagt til um það hvort mér þyki hún áhugaverð eða ekki, þar sem ég hef gert mitt ítrasta til að forðast hana. Í upphafi reyndi ég að kafa í hana og komast að því hvað gerðist eiginlega í Athia. Square Enix Spilunin heillar þó Þá komum við að því skemmtilega. Spilun Forspoken, þegar leikurinn sleppir loksins af manni takinu, er nefnilega þrusu skemmtileg. Það er stuð að hlaupa, stökkva og svífa um Athia og bardagakerfið er sömuleiðis hratt, fjölbreytt og áhugavert. Sérstaklega þegar Frey er búin að læra fleiri galdra og öðlast meiri mátt. Frey getur nefnilega beitt mismunandi göldrum sem hún lærir. Þá henta mismunandi galdrar betur gegn tilteknum óvinum en aðrir og það er gaman að læra hvað er best að gera og hvernig best er að beita þeim. Fjölbreytt bardagakerfi Bardagakerfið blandar vel saman hreyfanleika Frey og göldrum hennar, því það skiptir miklu máli að halda sér á hreyfingu þegar maður er að slást við skrímsli Athia. Talandi um hreyfingu, þá er landslag Athia frekar heillandi og hentar Frey vel. Athita skiptist upp í mismundani og fjölbreytta hluta en landshlutarnir, útlit þeirra og óvættir tengjast galdrakonunum sem stjórna þeim eða stjórnuðu. Þar er líka mikið af drasli að finna, því víðsvegar um Athia má finna kistur, dýflissur og styttur sem veita Frey aukinn mátt, skikkjur og annað. Það er af nógu að taka. Allt útlit Forspoken er frekar vel gert, nema New York borg í upphafi leiksins. Ég fékk á tilfinninguna um tíma að ég væri að spila upprunalega Max Payne leikinn frá 2001. Blanda saman mismunandi áhrifum Forspoken virðist blanda saman mismunandi hlutum úr vestrænum hlutverkaleikjum og japönskum (JRPG). Fyrir mitt leyti hef ég alltaf átt erfitt með að tengja við JRPG-leiki í gegnum árin og það er margt við Forspoken sem fer í taugarnar á mér. Þar má meðal annars nefna aragrúa valmynda sem það getur verið þreytandi að fara í gegnum, skringilega ketti (Kettir sökka) og pínlega asnalegar persónur og undarleg samtöl sem ég veit hreinlega ekki hvað ég get sagt um. Ég hef bókstaflega fengið kjánahroll við að hlusta á samtöl í þessum leik. Hljóðblöndun hans er líka töluvert undarleg á köflum. Ég er ekki vísindamaður svo ég veit ekki alveg hvernig hægt er að lýsa því en það er eins og línur frá persónum séu á annarri hljóðrás, eins og þær eigi ekki heima í leiknum. Square Enix Samantekt-ish Ég er mögulega búinn að vera of harðorður í garð Forspoken, því ég hef skemmt mér frekar vel í leiknum. Á móti kemur að yfir vissa kafla er hann svo grútleiðinlegur að það nær engri átt. Það er þó fínasti leikur þarna undir. Yfir langa kafla er auðvelt að skemmta sér konunglega við að berjast gegn skrímslum og hlaupa um Athia og safna glóandi dóti. Spurningin er bara hvort maður hafi þolinmæði í að vaða í gegnum leiðindin á milli. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Þá krafta og nýtt dularfullt armband sem hatara hana, þarf Frey að nota til að hjálpa íbúum heimsins og reyna að komast aftur heim til New York. Leikurinn fer gífurlega hægt af stað og á köflum er hreinlega erfitt að spila hann vegna hægagangs og leiðinda sem maður þarf að komast í gegnum. Að endingu reynist þó ágætis leikur þarna undir, sérstaklega þegar kemur að bardagakerfi og ferðalögum Frey. Það er þó erfitt að komast á þann stað. Á köflum merkilega leiðinlegur Ég hef mjög blendnar tilfinningar gagnvart Forspoken. Leikurinn er svo yfirgengilega kaflaskiptur varðandi skemmtanagildi og fyrstu klukkustundir hans eru langverstar. Þegar Forspoken kemst á flug rætist þó verulega úr honum, þó það sé nokkuð um endurtekningar og mulningsvinnu eða „grind“. Eftir að Frey endar í Athia, fer hún til borgar sem kallast Cipal. Ég hata þá borg. Borgin inniheldur einhver allra leiðinlegustu side quest sem ég hef komist í tæri við í tölvuleik. Ég er að vísu aðallega að hugsa um eitt, en ég ætla að leyfa því að menga alla upplifun mína að leiknum. Ég þurfti að eyða einhverjum hálftíma af lífi mínu í að elta einhvern djöfuls drullusokk um götur Cipal, læra óáhugaverða hluti um borgina og gefa asnalegum rollum eitthvað að éta. X-takkinn fékk að vísu að kenna á því á þessum tíma svo ég lærði blessunarlega lítið sem ekki neitt en ég hata þetta side quest, svo deyr þessi helvítis gaur ekki einu sinni og leikurinn reynir seinna að láta mann dansa við hann. Square Enix Saga sem heillar ekki Þegar ég var að keyra mig í gegnum upphaf leiksins velti ég stöðugt vöngum yfir því hvort enginn þeirra sem gerði Forspoken hefði prófað hann. Þetta er nefnilega grútleiðinlegt á köflum og þetta reyndist mér oft mjög erfitt að vaða í gegnum þetta. Saga leiksins er þarna. Ég get eiginlega ekki sagt til um það hvort mér þyki hún áhugaverð eða ekki, þar sem ég hef gert mitt ítrasta til að forðast hana. Í upphafi reyndi ég að kafa í hana og komast að því hvað gerðist eiginlega í Athia. Square Enix Spilunin heillar þó Þá komum við að því skemmtilega. Spilun Forspoken, þegar leikurinn sleppir loksins af manni takinu, er nefnilega þrusu skemmtileg. Það er stuð að hlaupa, stökkva og svífa um Athia og bardagakerfið er sömuleiðis hratt, fjölbreytt og áhugavert. Sérstaklega þegar Frey er búin að læra fleiri galdra og öðlast meiri mátt. Frey getur nefnilega beitt mismunandi göldrum sem hún lærir. Þá henta mismunandi galdrar betur gegn tilteknum óvinum en aðrir og það er gaman að læra hvað er best að gera og hvernig best er að beita þeim. Fjölbreytt bardagakerfi Bardagakerfið blandar vel saman hreyfanleika Frey og göldrum hennar, því það skiptir miklu máli að halda sér á hreyfingu þegar maður er að slást við skrímsli Athia. Talandi um hreyfingu, þá er landslag Athia frekar heillandi og hentar Frey vel. Athita skiptist upp í mismundani og fjölbreytta hluta en landshlutarnir, útlit þeirra og óvættir tengjast galdrakonunum sem stjórna þeim eða stjórnuðu. Þar er líka mikið af drasli að finna, því víðsvegar um Athia má finna kistur, dýflissur og styttur sem veita Frey aukinn mátt, skikkjur og annað. Það er af nógu að taka. Allt útlit Forspoken er frekar vel gert, nema New York borg í upphafi leiksins. Ég fékk á tilfinninguna um tíma að ég væri að spila upprunalega Max Payne leikinn frá 2001. Blanda saman mismunandi áhrifum Forspoken virðist blanda saman mismunandi hlutum úr vestrænum hlutverkaleikjum og japönskum (JRPG). Fyrir mitt leyti hef ég alltaf átt erfitt með að tengja við JRPG-leiki í gegnum árin og það er margt við Forspoken sem fer í taugarnar á mér. Þar má meðal annars nefna aragrúa valmynda sem það getur verið þreytandi að fara í gegnum, skringilega ketti (Kettir sökka) og pínlega asnalegar persónur og undarleg samtöl sem ég veit hreinlega ekki hvað ég get sagt um. Ég hef bókstaflega fengið kjánahroll við að hlusta á samtöl í þessum leik. Hljóðblöndun hans er líka töluvert undarleg á köflum. Ég er ekki vísindamaður svo ég veit ekki alveg hvernig hægt er að lýsa því en það er eins og línur frá persónum séu á annarri hljóðrás, eins og þær eigi ekki heima í leiknum. Square Enix Samantekt-ish Ég er mögulega búinn að vera of harðorður í garð Forspoken, því ég hef skemmt mér frekar vel í leiknum. Á móti kemur að yfir vissa kafla er hann svo grútleiðinlegur að það nær engri átt. Það er þó fínasti leikur þarna undir. Yfir langa kafla er auðvelt að skemmta sér konunglega við að berjast gegn skrímslum og hlaupa um Athia og safna glóandi dóti. Spurningin er bara hvort maður hafi þolinmæði í að vaða í gegnum leiðindin á milli.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira