Leiklistarkennarinn hvatti hana til þess að skrá sig í Idol Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 15:06 Ísland í dag kíkti í heimsókn til Bíu. Stöð 2 Hin tuttugu og þriggja ára gamla Bía hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Idolinu undanfarnar vikur. Ísland í dag heimsótti Bíu til þess að kynnast stelpunni á bak við þessa risastóru rödd. Bía heitir fullu nafni Beatriz Aleixo og er fædd og uppalin í Portúgal. Hún flutti hingað til lands árið 2008 þegar hún var átta ára gömul. „Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf verið að syngja, syngja örugglega meira en ég tala,“ segir Bía sem segist hafa sungið á hvaða tungumáli sem er. Hún segist þó hafa sérstakt dálæti á því að syngja á móðurmáli sínu, portúgölsku. Bía er nemandi í Borgarholtsskóla þar sem hún er á stuðningsfulltrúabraut. Það var einmitt Flosi, leiklistarkennari Bíu í Borgó, sem benti henni á Idolið og hvatti hana til þess að skrá sig. Bía sló til og heillaði dómnefnd og áhorfendur strax í fyrsta þætti. Tók dívulögin til þess að sýna fólki hvað hún gæti Bía rúllaði upp lögum með dívum á borð við Beyoncé og Whitney Houston eins og ekkert væri. Þó svo að hún hafi tekið stórar ballöður í keppninni segir hún það ekki endilega vera þau lög sem hún hlustar mest á. „Ég var að vonast til þess að þetta myndi koma mér áfram. Mig langaði til þess að sýna hvað ég gert mikið með röddinni minni.“ Risastór rödd hennar og einlæg gleði komu henni alla leið í undanúrslitin en þar lauk hennar keppni. „Ég var alls ekki sár,“ segir Bía sem segist hafa komist mun lengra en hún hafði átt von á. Bía tók rúllaði upp hverri kraftballöðunni á fætur annarri.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON Er að reyna fóta sig í tónlistarbransanum Bía segist ekki vita hvar hún ætlar að búa í framtíðinni eða hvað hún ætlar að læra í háskólanum en eitt veit hún og það er að hún ætlar að syngja. „Eins og er er ég að reyna finna mig í tónlistarheiminum og komast inn í bransann og kynnast fólki og reyna að búa til nafn fyrir mig.“ Tónlistarfólkið Ed Sheeran og Billi Eilish eru miklar fyrirmyndir Bíu og langar hana að feta í þeirra fótspor og semja tónlist sem byggir á eigin lífsreynslu. „Ég er ekki byrjuð að semja en það er planið, að byrja á því bara strax,“ segir hin lífsglaða Bía. Draumurinn að geta sungið fyrir fólk Að lokum er Bía spurð hvar hún sjái sjálfa sig fyrir sér eftir fimm ár. „Vonandi að semja tónlist og halda tónleika. Vonandi gift, kannski komin með börn, það væri ógeðslega næs. En orðin bara söngkona og vinna við það.“ „Það er algjör draumur, það er númer eitt, að vinna við það að syngja fyrir fólk.“ Klippa: Ísland í dag - Hlustar ekki endilega á lögin sem hún syngur Ísland í dag Idol Tónlist Tengdar fréttir Myndaveisla: Spennan jókst þegar í ljós kom að aðeins tveir keppendur kæmust í úrslitaþáttinn Undanúrslit Idol fóru fram á föstudaginn og var spennan gríðarleg. Þegar í ljós kom að það væri ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim, heldur tveir, jókst spennan umtalsvert. 7. febrúar 2023 13:32 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Ruglaði saman Bubba byggi og Bubba Morthens Gústi B fékk Idol keppendur í skemmtilegan leiklistarleik í síðasta þætti. Þar þurftu þau að túlka kvikmyndatitla með látbragði. Keppnisskapið var augljóslega meira hjá sumum keppendum en öðrum. 1. febrúar 2023 16:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Sjá meira
Bía heitir fullu nafni Beatriz Aleixo og er fædd og uppalin í Portúgal. Hún flutti hingað til lands árið 2008 þegar hún var átta ára gömul. „Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf verið að syngja, syngja örugglega meira en ég tala,“ segir Bía sem segist hafa sungið á hvaða tungumáli sem er. Hún segist þó hafa sérstakt dálæti á því að syngja á móðurmáli sínu, portúgölsku. Bía er nemandi í Borgarholtsskóla þar sem hún er á stuðningsfulltrúabraut. Það var einmitt Flosi, leiklistarkennari Bíu í Borgó, sem benti henni á Idolið og hvatti hana til þess að skrá sig. Bía sló til og heillaði dómnefnd og áhorfendur strax í fyrsta þætti. Tók dívulögin til þess að sýna fólki hvað hún gæti Bía rúllaði upp lögum með dívum á borð við Beyoncé og Whitney Houston eins og ekkert væri. Þó svo að hún hafi tekið stórar ballöður í keppninni segir hún það ekki endilega vera þau lög sem hún hlustar mest á. „Ég var að vonast til þess að þetta myndi koma mér áfram. Mig langaði til þess að sýna hvað ég gert mikið með röddinni minni.“ Risastór rödd hennar og einlæg gleði komu henni alla leið í undanúrslitin en þar lauk hennar keppni. „Ég var alls ekki sár,“ segir Bía sem segist hafa komist mun lengra en hún hafði átt von á. Bía tók rúllaði upp hverri kraftballöðunni á fætur annarri.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON Er að reyna fóta sig í tónlistarbransanum Bía segist ekki vita hvar hún ætlar að búa í framtíðinni eða hvað hún ætlar að læra í háskólanum en eitt veit hún og það er að hún ætlar að syngja. „Eins og er er ég að reyna finna mig í tónlistarheiminum og komast inn í bransann og kynnast fólki og reyna að búa til nafn fyrir mig.“ Tónlistarfólkið Ed Sheeran og Billi Eilish eru miklar fyrirmyndir Bíu og langar hana að feta í þeirra fótspor og semja tónlist sem byggir á eigin lífsreynslu. „Ég er ekki byrjuð að semja en það er planið, að byrja á því bara strax,“ segir hin lífsglaða Bía. Draumurinn að geta sungið fyrir fólk Að lokum er Bía spurð hvar hún sjái sjálfa sig fyrir sér eftir fimm ár. „Vonandi að semja tónlist og halda tónleika. Vonandi gift, kannski komin með börn, það væri ógeðslega næs. En orðin bara söngkona og vinna við það.“ „Það er algjör draumur, það er númer eitt, að vinna við það að syngja fyrir fólk.“ Klippa: Ísland í dag - Hlustar ekki endilega á lögin sem hún syngur
Ísland í dag Idol Tónlist Tengdar fréttir Myndaveisla: Spennan jókst þegar í ljós kom að aðeins tveir keppendur kæmust í úrslitaþáttinn Undanúrslit Idol fóru fram á föstudaginn og var spennan gríðarleg. Þegar í ljós kom að það væri ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim, heldur tveir, jókst spennan umtalsvert. 7. febrúar 2023 13:32 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Ruglaði saman Bubba byggi og Bubba Morthens Gústi B fékk Idol keppendur í skemmtilegan leiklistarleik í síðasta þætti. Þar þurftu þau að túlka kvikmyndatitla með látbragði. Keppnisskapið var augljóslega meira hjá sumum keppendum en öðrum. 1. febrúar 2023 16:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Sjá meira
Myndaveisla: Spennan jókst þegar í ljós kom að aðeins tveir keppendur kæmust í úrslitaþáttinn Undanúrslit Idol fóru fram á föstudaginn og var spennan gríðarleg. Þegar í ljós kom að það væri ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim, heldur tveir, jókst spennan umtalsvert. 7. febrúar 2023 13:32
Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00
Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16
Ruglaði saman Bubba byggi og Bubba Morthens Gústi B fékk Idol keppendur í skemmtilegan leiklistarleik í síðasta þætti. Þar þurftu þau að túlka kvikmyndatitla með látbragði. Keppnisskapið var augljóslega meira hjá sumum keppendum en öðrum. 1. febrúar 2023 16:30