Lífið

Dóttir Ást­rósar og Adams komin í heiminn

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Dóttir þeirra Ástrósar og Adams er komin í heiminn.
Dóttir þeirra Ástrósar og Adams er komin í heiminn. Instagram

Dansarinn Ástrós Traustadóttir og frumkvöðullinn Adam Karl Helgason hafa eignast stúlku.

Parið tilkynnti að það ætti von á barni síðasta haust og kom stúlkan í heiminn þann 4. febrúar síðastliðinn. Stúlkan er þeirra fyrsta barn saman en Adam á dóttur úr fyrra sambandi.

Ástrós gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað fyrir nokkrum árum. Þá er hún einn af meðlimum LXS áhrifavaldahópsins og hefur vakið athygli í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2. Í þáttunum var meðal annars sýnt frá því þegar Ástrós tilkynnti hópnum að hún ætti von á barni.

Ástrós og Adam hafa verið saman í tæp tvö ár. Þau eru tiltölulega nýbúin að kaupa sér íbúð saman og má ætla að litla fjölskyldan eigi eftir að hreiðra vel um sig þar.


Tengdar fréttir

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Ástrós og Adam eiga von á barni

LXS raunveruleikastjarnan og dansarinn Ástrós Traustadóttir og frumkvöðullinn Adam Karl Helgason eiga von á barni í febrúar á næsta ári. Það er mikill spenningur hjá parinu fyrir erfingjanum en þetta er þeirra fyrsta barn saman.

Myndaveisla: LXS partý

Forsýningarpartý raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Bankastræti Club þar sem glamúrinn var allsráðandi. Í veislunni voru tveir fyrstu þættirnir sýndir og skálað var fyrir verkefninu. Margt var um manninn og voru gestir klæddir sínu fínasta pússi en stjörnur kvöldsins voru án efa LXS píurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.