Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 22:18 Vel fór á með Kjalari og Sögu Matthildi í kvöld. Vísir/Vilhelm Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. Saga Matthildur vann Idolið eftir æsispennandi keppni á Stöð 2 í kvöld. Hún flutti lögin Iris, eftir Goo Goo Dolls, A Change Is Gonna Come og eftir Sam Cook. Á móti henni keppti Kjalar, sem flutti lögin Hit Me Baby One More Time eftir Britney Spears og Háa C eftir Móses Hightower. Bæði fluttu þau lagið Leiðina heim, sem var frumsamið fyrir lokaþáttinn. „Þetta er bara ótrúlegt“ Saga Matthildur segist alls ekki hafa búist við sigri. „Þetta er bara ótrúlegt. Þetta var alltaf svona í bakgrunninum, að þetta gæti gerst, en svo kom það nær og nær. En ég veit það ekki,“ sagði hún klökk í samtali við fréttastofu í Idolhöllinni. Saga segir að draumurinn sé að hafa áhrif á annað fólk með tónlist; alveg eins og tónlistarmenn hafi haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún segist ekki ætla að bíða með tónsmíðarnar fram yfir barnsburð en Saga greindi frá því í á nýársdag að hún ætti von á barni. „Nú ætla ég að fara á fullt að vinna mér í haginn áður en að lífið fer alveg á hvolf. Lokamarkmiðið er að lifa á tónlist þannig að þá er eins gott að fara að spýta í lófana!“ Besti flutningur sem Kjalar hefur séð Kjalar laut í lægra haldi í kvöld en segist hvergi nærri hættur. „Mér líður svo vel. Ég er ekki búinn að vera með neitt annað en þakklæti í huganum. Í síðasta laginu gat ég eiginlega ekki hugsað um lagið sjálft, ég hugsaði bara um keppnina og ferlið. Ég samgleðst Sögu svo ótrúlega mikið, mér fannst hún eiga þetta hundrað prósent skilið. Ég bjóst við þessu í allt kvöld – að hún myndi vinna. Og ég er svo glaður með úrslit kvöldsins í rauninni.“ Hann kveðst aldrei hafa búist við því að komast í úrslitin og segist ganga glaður út í lífið eftir reynsluna. „Eftir æfingar í vikunni bjóst ég alveg við því að Saga myndi vinna, því að A Change Is Gonna Come, þetta er örugglega bara besti flutningur á landinu sem ég hef séð,“ segir Kjalar um flutning Sögu Matthildar á laginu. Kjalar tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins sem hefst í febrúar: „Ég er mjög spenntur, þarf kannski aðeins að ná mér niður eftir þetta spennufall,“ segir hann og hlær. Idol Tengdar fréttir Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31 Fékk kökuna í andlitið í Idol kökuskreytingareinvígi Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg. 10. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Saga Matthildur vann Idolið eftir æsispennandi keppni á Stöð 2 í kvöld. Hún flutti lögin Iris, eftir Goo Goo Dolls, A Change Is Gonna Come og eftir Sam Cook. Á móti henni keppti Kjalar, sem flutti lögin Hit Me Baby One More Time eftir Britney Spears og Háa C eftir Móses Hightower. Bæði fluttu þau lagið Leiðina heim, sem var frumsamið fyrir lokaþáttinn. „Þetta er bara ótrúlegt“ Saga Matthildur segist alls ekki hafa búist við sigri. „Þetta er bara ótrúlegt. Þetta var alltaf svona í bakgrunninum, að þetta gæti gerst, en svo kom það nær og nær. En ég veit það ekki,“ sagði hún klökk í samtali við fréttastofu í Idolhöllinni. Saga segir að draumurinn sé að hafa áhrif á annað fólk með tónlist; alveg eins og tónlistarmenn hafi haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún segist ekki ætla að bíða með tónsmíðarnar fram yfir barnsburð en Saga greindi frá því í á nýársdag að hún ætti von á barni. „Nú ætla ég að fara á fullt að vinna mér í haginn áður en að lífið fer alveg á hvolf. Lokamarkmiðið er að lifa á tónlist þannig að þá er eins gott að fara að spýta í lófana!“ Besti flutningur sem Kjalar hefur séð Kjalar laut í lægra haldi í kvöld en segist hvergi nærri hættur. „Mér líður svo vel. Ég er ekki búinn að vera með neitt annað en þakklæti í huganum. Í síðasta laginu gat ég eiginlega ekki hugsað um lagið sjálft, ég hugsaði bara um keppnina og ferlið. Ég samgleðst Sögu svo ótrúlega mikið, mér fannst hún eiga þetta hundrað prósent skilið. Ég bjóst við þessu í allt kvöld – að hún myndi vinna. Og ég er svo glaður með úrslit kvöldsins í rauninni.“ Hann kveðst aldrei hafa búist við því að komast í úrslitin og segist ganga glaður út í lífið eftir reynsluna. „Eftir æfingar í vikunni bjóst ég alveg við því að Saga myndi vinna, því að A Change Is Gonna Come, þetta er örugglega bara besti flutningur á landinu sem ég hef séð,“ segir Kjalar um flutning Sögu Matthildar á laginu. Kjalar tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins sem hefst í febrúar: „Ég er mjög spenntur, þarf kannski aðeins að ná mér niður eftir þetta spennufall,“ segir hann og hlær.
Idol Tengdar fréttir Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31 Fékk kökuna í andlitið í Idol kökuskreytingareinvígi Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg. 10. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45
Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31
Fékk kökuna í andlitið í Idol kökuskreytingareinvígi Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg. 10. febrúar 2023 16:01