Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 22:18 Vel fór á með Kjalari og Sögu Matthildi í kvöld. Vísir/Vilhelm Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. Saga Matthildur vann Idolið eftir æsispennandi keppni á Stöð 2 í kvöld. Hún flutti lögin Iris, eftir Goo Goo Dolls, A Change Is Gonna Come og eftir Sam Cook. Á móti henni keppti Kjalar, sem flutti lögin Hit Me Baby One More Time eftir Britney Spears og Háa C eftir Móses Hightower. Bæði fluttu þau lagið Leiðina heim, sem var frumsamið fyrir lokaþáttinn. „Þetta er bara ótrúlegt“ Saga Matthildur segist alls ekki hafa búist við sigri. „Þetta er bara ótrúlegt. Þetta var alltaf svona í bakgrunninum, að þetta gæti gerst, en svo kom það nær og nær. En ég veit það ekki,“ sagði hún klökk í samtali við fréttastofu í Idolhöllinni. Saga segir að draumurinn sé að hafa áhrif á annað fólk með tónlist; alveg eins og tónlistarmenn hafi haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún segist ekki ætla að bíða með tónsmíðarnar fram yfir barnsburð en Saga greindi frá því í á nýársdag að hún ætti von á barni. „Nú ætla ég að fara á fullt að vinna mér í haginn áður en að lífið fer alveg á hvolf. Lokamarkmiðið er að lifa á tónlist þannig að þá er eins gott að fara að spýta í lófana!“ Besti flutningur sem Kjalar hefur séð Kjalar laut í lægra haldi í kvöld en segist hvergi nærri hættur. „Mér líður svo vel. Ég er ekki búinn að vera með neitt annað en þakklæti í huganum. Í síðasta laginu gat ég eiginlega ekki hugsað um lagið sjálft, ég hugsaði bara um keppnina og ferlið. Ég samgleðst Sögu svo ótrúlega mikið, mér fannst hún eiga þetta hundrað prósent skilið. Ég bjóst við þessu í allt kvöld – að hún myndi vinna. Og ég er svo glaður með úrslit kvöldsins í rauninni.“ Hann kveðst aldrei hafa búist við því að komast í úrslitin og segist ganga glaður út í lífið eftir reynsluna. „Eftir æfingar í vikunni bjóst ég alveg við því að Saga myndi vinna, því að A Change Is Gonna Come, þetta er örugglega bara besti flutningur á landinu sem ég hef séð,“ segir Kjalar um flutning Sögu Matthildar á laginu. Kjalar tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins sem hefst í febrúar: „Ég er mjög spenntur, þarf kannski aðeins að ná mér niður eftir þetta spennufall,“ segir hann og hlær. Idol Tengdar fréttir Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31 Fékk kökuna í andlitið í Idol kökuskreytingareinvígi Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg. 10. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Saga Matthildur vann Idolið eftir æsispennandi keppni á Stöð 2 í kvöld. Hún flutti lögin Iris, eftir Goo Goo Dolls, A Change Is Gonna Come og eftir Sam Cook. Á móti henni keppti Kjalar, sem flutti lögin Hit Me Baby One More Time eftir Britney Spears og Háa C eftir Móses Hightower. Bæði fluttu þau lagið Leiðina heim, sem var frumsamið fyrir lokaþáttinn. „Þetta er bara ótrúlegt“ Saga Matthildur segist alls ekki hafa búist við sigri. „Þetta er bara ótrúlegt. Þetta var alltaf svona í bakgrunninum, að þetta gæti gerst, en svo kom það nær og nær. En ég veit það ekki,“ sagði hún klökk í samtali við fréttastofu í Idolhöllinni. Saga segir að draumurinn sé að hafa áhrif á annað fólk með tónlist; alveg eins og tónlistarmenn hafi haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún segist ekki ætla að bíða með tónsmíðarnar fram yfir barnsburð en Saga greindi frá því í á nýársdag að hún ætti von á barni. „Nú ætla ég að fara á fullt að vinna mér í haginn áður en að lífið fer alveg á hvolf. Lokamarkmiðið er að lifa á tónlist þannig að þá er eins gott að fara að spýta í lófana!“ Besti flutningur sem Kjalar hefur séð Kjalar laut í lægra haldi í kvöld en segist hvergi nærri hættur. „Mér líður svo vel. Ég er ekki búinn að vera með neitt annað en þakklæti í huganum. Í síðasta laginu gat ég eiginlega ekki hugsað um lagið sjálft, ég hugsaði bara um keppnina og ferlið. Ég samgleðst Sögu svo ótrúlega mikið, mér fannst hún eiga þetta hundrað prósent skilið. Ég bjóst við þessu í allt kvöld – að hún myndi vinna. Og ég er svo glaður með úrslit kvöldsins í rauninni.“ Hann kveðst aldrei hafa búist við því að komast í úrslitin og segist ganga glaður út í lífið eftir reynsluna. „Eftir æfingar í vikunni bjóst ég alveg við því að Saga myndi vinna, því að A Change Is Gonna Come, þetta er örugglega bara besti flutningur á landinu sem ég hef séð,“ segir Kjalar um flutning Sögu Matthildar á laginu. Kjalar tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins sem hefst í febrúar: „Ég er mjög spenntur, þarf kannski aðeins að ná mér niður eftir þetta spennufall,“ segir hann og hlær.
Idol Tengdar fréttir Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31 Fékk kökuna í andlitið í Idol kökuskreytingareinvígi Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg. 10. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45
Vaktin: Saga Matthildur bar sigur úr býtum Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 10. febrúar 2023 16:31
Fékk kökuna í andlitið í Idol kökuskreytingareinvígi Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg. 10. febrúar 2023 16:01