Sport

Dagskráin í dag: Ofurskálinni lyft í nótt

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles og Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs munu berjast um Ofurskálina í nótt. 
Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles og Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs munu berjast um Ofurskálina í nótt.  Vísir/Getty

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sport í dag og í nótt en þar ber klárlega hæst að leikurinn um Ofurskálina verður í kvöld. 

Stöð 2 Sport

Fram og FH mætast í Olísdeild karla í handbolta klukkan og byrjað verður að sýna frá Úlfarsárdal klukkan 17.50.  

Upphitun fyrir Superbowl hefst klukkan 21.00 en þar munu Philadelphia Eagles og Kansas City Chiefs berjast um Ofurskálina. Sá stórleikur spilar klukkan 23.30.  

Stöð 2 Sport 2

Dagskráin hefst með leik Udinese og Sassuolo í ítölsku efstu deildinni í ítölsku efstu deildinni í fótbolta karla en útsending frá þeim leik hefst klukkan 11.20. Bologna og Monza spila í deildinni klukkan 13.50, Juventus og Fiorentina klukkan 16.50 og Napoli og Cremonese klukkan 19.35. 

Stöð 2 Sport 3

Barca og Rio Breogán leiða saman hesta sína í ACB-deildinni á Spáni en liðin leika klukkan 11.20. Unicaja og Cazoo Baskonia leika í sömu deild klukkan 18.50. 

Stöð 2 Sport 4

Boston Celtics og Memphis Grizzlies leika í NBA-deildinni í körfubolta karla og sá leikur hefst klukkan 19.00. 

Stöð 2 Sport 5

Nágrannarnir Valur og KR etja kappi í Lengjubikar karla í fótbolta á Origo-vellinum á Hlíðarenda en byrjað verður að sýna frá Valsvellinum klukkan 13.50. 

Stöð 2 ESPORT

Sandkassinn verður á dagskrá klukkan 21.00 í kvöld. 

12. feb.

22:00

NFL Upphitun

NFL

12. feb.

23:30

Super Bowl 57: Eagles - Chiefs

NFL




Fleiri fréttir

Sjá meira


×