Kostnaður við 90 daga neyðarbirgðir yrði olíufélögum of þungbær
![Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs.](https://www.visir.is/i/E4DA30AA284BDC9504D6952D4C574855CCEF708607781BFDC3A887DBE3CEB147_713x0.jpg)
Skeljungur, dótturfélag SKEL fjárfestingafélags, telur að rekstrargrundvöllur félagsins, sem og annarra olíufélaga, geti ekki staðið undir fjármagnskostnaði sem félli til vegna þeirra kvaða um birgðahald eldsneytis sem áformað er að leiða í lög. Nauðsynlegt sé að niðurgreiða aukið birgðahald enda sé það hlutverk ríkisins, ekki einkafyrirtækja, að tryggja þjóðaröryggi.