Lífið

Til­nefningar til Ís­lensku hljóð­bóka­verð­launanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhann Sigurðarson hlaut heiðursverðlaun á verðlaunahátíðinni í fyrra fyrir framlag sitt til íslenskra hljóðbóka.
Jóhann Sigurðarson hlaut heiðursverðlaun á verðlaunahátíðinni í fyrra fyrir framlag sitt til íslenskra hljóðbóka.

Þrjátíu hljóðbækur eru tilnefndar í sex flokkum til Íslensku hljóðbóka­verðlaun­anna, Stor­ytel Aw­ards 2023. Verðlauna­hátíðin er ár­leg­ur viðburður þar sem hljóðbókaunn­end­ur og fram­leiðend­ur fagna sam­an út­gáfu vönduðustu hljóðbóka und­an­geng­ins árs.

Höf­und­ar ásamt les­ur­um, og í sér­stök­um til­fell­um þýðend­um, eru verðlaunaðir í sex ­flokk­um, en þeir eru barna- og ung­menna­bæk­ur, glæpa­sög­ur, skáld­sög­ur, óskáldað efni, ljúflestur og hljóðseríur. Verðlauna­af­hend­ing­in fer fram í Hörpu þann 29. mars.

Í almennri netkosningu í janúar var fólki gef­inn kost­ur á að kjósa sinn upp­á­haldstitil í hverj­um flokki fyr­ir sig í op­inni kosn­ingu. Kosið var á milli 25 hljóðbóka í hverjum flokki. Þetta voru þær hljóðbækur sem komu út árið 2022 og hlutu mesta hlustun og flestar stjörnur hjá Storytel í hverjum flokki fyrir sig. Í kjöl­farið fara nú fimm efstu bæk­ur hvers flokks úr kosn­ing­unni fyr­ir fag­dóm­nefnd­ir sem velja að lok­um sig­ur­veg­ara. Einnig fær yngri kyn­slóðin sinn fulltrúa í vali í barna- og ung­menna­flokki.

Dóm­nefnd­irnar hafa það að leiðarljósi að líta heild­stætt á hvert verk enda er það trú aðstand­enda verðlaun­anna að með vönduðum lestri á góðu rit­verki megi bæta við upp­lif­un les­and­ans og hljóðbók­in sé þannig sjálf­stætt verk. Því eru ekki aðeins rit­höf­und­ar verðlaunaðir held­ur einnig les­ar­ar verk­anna og meðal til­nefndra er fjöldi landsþekktra leikara sem ljáð hafa sögu­per­són­um rödd sína í hljóðbókum síðasta árs.

„Þetta er í fjórða sinn sem Íslensku hljóðbókaverðlaunin eru veitt og það er ánægjulegt að sjá hversu mikill vöxtur hefur orðið á hlustun og útgáfu hljóðbóka hér á landi á þessum tíma. Íslendingar hafa sannarlega tekið þessu nýja bókarformi opnum örmum. Í ár kynnum við svo inn nýjan flokk, þar sem við veitum í fyrsta skipti sérstök verðlaun fyrir bestu hljóðseríuna. Hljóðseríur eru sögur í nokkrum hlutum þar sem hljóðheimurinn spilar stórt hlutverk, í sumum verkum eru einnig leiklesnar senur og frumsamin tónlist.“ segir Lísa Björk Óskarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi.

Tilnefningarnar má sjá að neðan.

Skáldsögur

Bréfið

Höfundur: Kathryn Hughes

Þýðandi: Ingunn Snædal

Lestur: Sara Dögg Ásgeirsdóttir

Útgefandi: Storyside

Konan hans Sverris

Höfundur: Valgerður Ólafsdóttir

Lestur: Margrét Örnólfsdóttir

Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Sjö eiginmenn Evelyn Hugo

Höfundur: Taylor Jenkins Reid

Þýðandi: Sunna Dís Másdóttir

Lestur: Erna Hrönn Ólafsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir

Útgefandi: Bókabeitan

Tilfinningar eru fyrir aumingja

Höfundur: Kamilla Einarsdóttir

Lestur: Saga Garðarsdóttir

Útgefandi: Bjartur

Þegar fennir í sporin

Höfundur: Steindór Ívarsson

Lestur: Lára Sveinsdóttir, Stefán Jónsson

Útgefandi: Storyside

Glæpasögur

Björninn sefur

Höfundur: Emelie Schepp

Þýðandi: Kristján H. Kristjánsson

Lestur: Kristján Franklín Magnús

Útgefandi: MTH útgáfa

Dauðaleit

Höfundur: Emil Hjörvar Petersen

Lestur: Hjörtur Jóhann Jónsson

Útgefandi: Storytel Original

Horfnar

Höfundur: Stefán Máni

Lestur: Rúnar Freyr Gíslason

Útgefandi: Sögur útgáfa

Þernan

Höfundur: Nita Prose

Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir

Lestur: Kristín Lea Sigríðardóttir

Útgefandi: Forlagið

Þú sérð mig ekki

Höfundur: Eva Björg Ægisdóttir

Lestur: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Haraldur Ari Stefánsson, María Dögg Nelson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sigríður Láretta Jónsdóttir, Þórey Birgisdóttir

Útgefandi: Bjartur

Óskáldað efni

11.000 volt: Þroskasaga Guðmundar Felix

Höfundur: Erla Hlynsdóttir

Lestur: Rúnar Freyr Gíslason

Útgefandi: Sögur útgáfa

Elspa – saga konu

Höfundur: Guðrún Frímannsdóttir

Lestur: Valgerður Guðnadóttir

Útgefandi: Sögur útgáfa

Klettaborgin

Höfundur: Sólveig Pálsdóttir

Lestur: Sólveig Pálsdóttir

Útgefandi: Storyside

Sprakkar

Höfundur: Eliza Reid

Lestur: Eliza Reid, Maríanna Clara Lúthersdóttir

Útgefandi: Forlagið

Veran í moldinni – hugarheimur matarfíkils í leit að bata

Höfundur: Lára Kristín Pedersen

Lestur: Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Útgefandi: Sögur útgáfa

Barna- og ungmennabækur

Kennarinn sem kveikti í

Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Lestur: Árni Beinteinn Árnason

Útgefandi: Bókabeitan

Litla hafmeyjan

Höfundur: Anna Bergljót Thorarensen

Lestur: Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Árni Beinteinn Árnason, Þórunn Lárusdóttir

Útgefandi: Leikhópurinn Lotta

Salka: Tölvuheimurinn

Höfundur: Bjarni Fritzson

Lestur: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Útgefandi: Storyside

Skuggabrúin

Höfundur: Ingi Markússon

Lestur: Haraldur Ari Stefánsson, Jóhann Sigurðarson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Útgefandi: Storytel Original

Trölladans

Höfundar: Friðrik Sturluson, Guðmundur Ólafsson

Lestur: Birna Pétursdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Guðmundur Ólafsson, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðarson, Mikael Emil Kaaber, Orri Huginn Ágústsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sigurjón Kjartansson, Stefán Hilmarsson, Vignir Rafn Valþórsson, Árni Tryggvason

Útgefandi: Storytel Original

Ljúflestur

Litla bakaríið við Strandgötu

Höfundur: Jenny Colgan

Þýðandi: Ingunn Snædal

Lestur: Esther Talía Casey

Útgefandi: Angústúra

Sagan af Hertu

Höfundur: Anna Sundbeck Klav

Þýðandi: Herdís Magnea Hübner

Lestur: Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir

Útgefandi: Storytel Original

Veðurteppt um jólin

Höfundur: Sarah Morgan

Þýðendur: Marta Hlín Magnadóttir, Birgitta Elín Hassel

Lestur: Sólveig Guðmundsdóttir

Útgefandi: Bókabeitan

Þessu lýkur hér

Höfundur: Colleen Hoover

Þýðendur: Marta Hlín Magnadóttir, Birgitta Elín Hassel

Lestur: Þrúður Vilhjálmsdóttir

Útgefandi: Bókabeitan

Örlagarætur

Höfundur: Anne Thorogood

Þýðandi: Ingibjörg Eyþórsdóttir

Lestur: Berglind Björk Jónasdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir

Útgefandi: Storytel Original

Hljóðsería

Aha!

Höfundar: Sigyn Blöndal, Sævar Helgi Bragason

Lestur: Sigyn Blöndal, Sævar Helgi Bragason

Útgefandi: Storytel Original

Handritagildran: Bókaþjófurinn kjöldreginn

Höfundur: Friðgeir Einarsson

Lestur: Friðgeir Einarsson

Útgefandi: Storytel Original

Hundrað óhöpp Hemingways

Höfundur: Lilja Sigurðardóttir

Lestur: Birgitta Birgisdóttir, Kolbeinn Arnbjörnsson, Lilja Sigurðardóttir, Lára Sveinsdóttir, Sigríður Láretta Jónsdóttir, Örn Árnason, Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Útgefandi: Storytel Original

Skerið

Höfundar: Ragnar Egilsson, Áslaug Torfadóttir

Lestur: Haraldur Ari Stefánsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir

Útgefandi: Storytel Original

Sögustund með Afa

Höfundur: Örn Árnason

Lestur: Örn Árnason

Útgefandi: Storytel Original






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.