Að eldast á besta aldri Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. mars 2023 07:01 Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um eða upplifa að við séum að eldast. Og margt breytist. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt að eftir fimmtugt eru streituvaldar oftar tengdir börnum, öðrum fjölskyldumeðlimum eða vinum á meðan aðrir hlutir sem við eitt sinn stressuðum okkur á, eru löngu horfnir sem streituvaldar. Vísir/Getty Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. Á Íslandi hefur lífaldur lengi talist mjög hár og því margt eftir enn þótt fólk teljist vera að eldast eða jafnvel að klára starfsframann. Það er reyndar margt sem rannsóknir hafa sýnt sem mjög jákvæða þróun hjá okkur eftir því sem við verðum eldri. Til dæmis má nefna: Við verðum betri í ákvarðanatökum, sérstaklega þeim sem teljast erfiðar. Því þroskinn og reynslan okkar er hreinlega meiri. Brosin okkar verða einlægari eftir því sem við eldumst. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur á sextugsaldri eflast í samkennd og verða opnari fyrir því að horfa á og meta hlutina frá fleiri sjónarhornum. Svo fátt eitt sé nefnt…. Á vefsíðu John Hopkins í Bandaríkjunum er að finna áhugavert efni sem tengist því hvernig við upplifum þessa tilfinningu að vera að eldast. Miðað við mismunandi æviskeið. Tökum nokkur dæmi: Eftir fimmtugt erum við flest búin að koma okkur vel fyrir. Og eflaust halda einhverjir að þá sé tekið við nokkurs konar áhyggjulaust tímabil. Rannsóknir sýna að svo er ekki. Hins vegar breytist stressið og streituvaldarnir eru ekki þeir sömu og áður var. Því þegar að við eldumst tengjast streituvaldarnir oftar samskiptum eða tengslum við börnin okkar, aðra fjölskyldumeðlimi eða vini. Þá sýna rannsóknir að þegar að fólk færist nær eftirlaunaaldrinum á það til að upplifa sig svolítið ,,týnt“ eða áttavillt. Sumir upplifa jafnvel ákveðinn einmanaleika sem þeir þekkja ekki til að hafa upplifað áður. Enn annað atriði sem fær fólk til að hugsa um aldurinn er að óhjákvæmilega gerist það með hækkandi aldri að fleiri sem við þekkjum deyja eða veikjast. Rannsóknir sýna að missir hefur oft þau áhrif á okkur þegar við erum sjálf farin að eldast, að við förum að hugleiða okkar eigin dauðleika. Mælt er með því að takast á við slíkar tilfinningar ef þær leiða til þess að við erum að upplifa vanlíðan og depurð í meira mæli en hægt er að kenna við sorgina sjálfa. Góðu ráðin Það skemmtilega er að við þessum vangaveltum eru líka gefin ýmiss góð ráð sem vert er að rýna í. Fyrsta ráðið er til dæmis að þegar að við upplifum það að það að eldast eða aldurinn sé eitthvað sem við erum farin að velta svolítið fyrir okkur, þá eigum við að viðurkenna það fyrir okkur sjálfum. Ekki að reyna að bægja þessum hugsunum frá eða tilfinningum sem fylgja. Heldur hreinlega að horfast í augu við að aldurinn er eitthvað sem við erum greinilega farin að hugleiða eða finnst vera að hafa áhrif á okkur. Annað atriði er að skilgreina upp á nýtt fyrir okkur hvað það að vera að ,,eldast“ þýðir fyrir okkur sjálfum. Því miðað við hækkandi lífaldur er ekki ólíklegt að enn séu nokkrir áratugir eftir þótt okkur finnist sitthvað vera að breytast. Hér er því mælt með því að endurskilgreina það í huganum hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur að „eldast“ og virkja jákvætt hugafar gagnvart því. Til dæmis það að það sé skemmtilegur tími framundan og tækifæri fyrir okkur að gera margt sem við kannski höfum áður ekki leyft okkur að gera. Þá er líka mælt með því að við ræðum þessi mál við vini og vandamenn á svipuðu reki. Því það sem kemur oftast í ljós er að svo margir eru ýmist að hugleiða svipaða hluti eða hafa gert það. Að eiga traustan vin til samtals er alltaf jákvætt. Loks er það allt sem snýr að því að efla okkur andlega og líkamlega. Að fókusera á það sem gefur okkur orku, hvort sem við metum það sem jákvæða orku andlega eða líkamlega. Hér gildir það ráð best að við tökum ábyrgð á okkur sjálfum. Og því hvernig við viljum að okkur líði. Heilsa Geðheilbrigði Góðu ráðin Áskorun Tengdar fréttir „Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum“ „Draumurinn var þannig að ég horfi út um gluggann, sé pabba leggja bíl í stæði en mömmu vera borna út úr bílnum á börum. Lengi trúði ég því að ef ég hefði sagt frá draumnum hefði mamma ekki dáið,“ segir Katrín Gísladóttir Sedlacek þegar hún rifjar upp sektarkenndina sem hún fann lengi fyrir sem barn, eftir að móðir hennar lést í bílslysi á Hellisheiði 27.september árið 1977. 26. desember 2022 08:01 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Á Íslandi hefur lífaldur lengi talist mjög hár og því margt eftir enn þótt fólk teljist vera að eldast eða jafnvel að klára starfsframann. Það er reyndar margt sem rannsóknir hafa sýnt sem mjög jákvæða þróun hjá okkur eftir því sem við verðum eldri. Til dæmis má nefna: Við verðum betri í ákvarðanatökum, sérstaklega þeim sem teljast erfiðar. Því þroskinn og reynslan okkar er hreinlega meiri. Brosin okkar verða einlægari eftir því sem við eldumst. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur á sextugsaldri eflast í samkennd og verða opnari fyrir því að horfa á og meta hlutina frá fleiri sjónarhornum. Svo fátt eitt sé nefnt…. Á vefsíðu John Hopkins í Bandaríkjunum er að finna áhugavert efni sem tengist því hvernig við upplifum þessa tilfinningu að vera að eldast. Miðað við mismunandi æviskeið. Tökum nokkur dæmi: Eftir fimmtugt erum við flest búin að koma okkur vel fyrir. Og eflaust halda einhverjir að þá sé tekið við nokkurs konar áhyggjulaust tímabil. Rannsóknir sýna að svo er ekki. Hins vegar breytist stressið og streituvaldarnir eru ekki þeir sömu og áður var. Því þegar að við eldumst tengjast streituvaldarnir oftar samskiptum eða tengslum við börnin okkar, aðra fjölskyldumeðlimi eða vini. Þá sýna rannsóknir að þegar að fólk færist nær eftirlaunaaldrinum á það til að upplifa sig svolítið ,,týnt“ eða áttavillt. Sumir upplifa jafnvel ákveðinn einmanaleika sem þeir þekkja ekki til að hafa upplifað áður. Enn annað atriði sem fær fólk til að hugsa um aldurinn er að óhjákvæmilega gerist það með hækkandi aldri að fleiri sem við þekkjum deyja eða veikjast. Rannsóknir sýna að missir hefur oft þau áhrif á okkur þegar við erum sjálf farin að eldast, að við förum að hugleiða okkar eigin dauðleika. Mælt er með því að takast á við slíkar tilfinningar ef þær leiða til þess að við erum að upplifa vanlíðan og depurð í meira mæli en hægt er að kenna við sorgina sjálfa. Góðu ráðin Það skemmtilega er að við þessum vangaveltum eru líka gefin ýmiss góð ráð sem vert er að rýna í. Fyrsta ráðið er til dæmis að þegar að við upplifum það að það að eldast eða aldurinn sé eitthvað sem við erum farin að velta svolítið fyrir okkur, þá eigum við að viðurkenna það fyrir okkur sjálfum. Ekki að reyna að bægja þessum hugsunum frá eða tilfinningum sem fylgja. Heldur hreinlega að horfast í augu við að aldurinn er eitthvað sem við erum greinilega farin að hugleiða eða finnst vera að hafa áhrif á okkur. Annað atriði er að skilgreina upp á nýtt fyrir okkur hvað það að vera að ,,eldast“ þýðir fyrir okkur sjálfum. Því miðað við hækkandi lífaldur er ekki ólíklegt að enn séu nokkrir áratugir eftir þótt okkur finnist sitthvað vera að breytast. Hér er því mælt með því að endurskilgreina það í huganum hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur að „eldast“ og virkja jákvætt hugafar gagnvart því. Til dæmis það að það sé skemmtilegur tími framundan og tækifæri fyrir okkur að gera margt sem við kannski höfum áður ekki leyft okkur að gera. Þá er líka mælt með því að við ræðum þessi mál við vini og vandamenn á svipuðu reki. Því það sem kemur oftast í ljós er að svo margir eru ýmist að hugleiða svipaða hluti eða hafa gert það. Að eiga traustan vin til samtals er alltaf jákvætt. Loks er það allt sem snýr að því að efla okkur andlega og líkamlega. Að fókusera á það sem gefur okkur orku, hvort sem við metum það sem jákvæða orku andlega eða líkamlega. Hér gildir það ráð best að við tökum ábyrgð á okkur sjálfum. Og því hvernig við viljum að okkur líði.
Heilsa Geðheilbrigði Góðu ráðin Áskorun Tengdar fréttir „Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum“ „Draumurinn var þannig að ég horfi út um gluggann, sé pabba leggja bíl í stæði en mömmu vera borna út úr bílnum á börum. Lengi trúði ég því að ef ég hefði sagt frá draumnum hefði mamma ekki dáið,“ segir Katrín Gísladóttir Sedlacek þegar hún rifjar upp sektarkenndina sem hún fann lengi fyrir sem barn, eftir að móðir hennar lést í bílslysi á Hellisheiði 27.september árið 1977. 26. desember 2022 08:01 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
„Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum“ „Draumurinn var þannig að ég horfi út um gluggann, sé pabba leggja bíl í stæði en mömmu vera borna út úr bílnum á börum. Lengi trúði ég því að ef ég hefði sagt frá draumnum hefði mamma ekki dáið,“ segir Katrín Gísladóttir Sedlacek þegar hún rifjar upp sektarkenndina sem hún fann lengi fyrir sem barn, eftir að móðir hennar lést í bílslysi á Hellisheiði 27.september árið 1977. 26. desember 2022 08:01
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00
Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01