Sólveig með óvænta U-beygju rétt fyrir CrossFit tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 08:30 Sólveig Sigurðardóttir valdi snjóinn heima á Íslandi frekar en sólina í Evrópu. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir átti sitt besta ár í CrossFit í fyrra en hefur samt sem áður ákveðið að gera mjög stóra breytingu á sínum högum fyrir komandi tímabil. Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan. Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Sólveig var önnur af tveimur íslensku konunum sem tryggðu sér sæti á heimsleikum í CrossFit í fyrra en nú fannst henni verið komið nóg af flökkulífinu sem hefur einkennt atvinnumannalífið hjá henni undanfarin ár. Sólveig sagði frá þessari U-beygju sinni á samfélagsmiðlum en Sólveig flytur ekki aðeins heim til Íslands heldur skiptir hún einnig um þjálfara. Hún er gengin til liðs við Training Plan hjá Jami Tikkanen. Hann er einmitt þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa verið fastagestir á heimsleikunum og bæði komist á verðlaunapall á síðustu árum. Anníe og Jami hafa unnið saman í meira en áratug og hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum. Sólveig hefur æft mikið erlendis á siðustu árum og á sama tíma hefur hún unnið sér upp metorðastigann og tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrsta sinn í fyrra. Sólveig hafði keppt í liðakeppni á heimsleikunum í tvígang en náði 34. sætinu á heimsleikunum í einstaklingskeppninni fyrra. Það var aðeins Þuríður Erla Helgadóttir sem endaði ofar af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Tímabilið mun líta svolítið öðruvísi út en ég hafði planað. Markmiðið er enn það sama, að komast aftur á heimsleikana en undirbúningurinn fer nú fram heima á Íslandi. Ég hef flutt á milli landa undanfarin ár, hef í raun búið hvergi og ekki átt neina heimahöfn,“ skrifaði Sólveig. „Ekki misskilja mig. Þetta hefur verið stórkostlegt og ég myndi ekki breyta neinu en þegar ég kom heim til Íslands yfir jólin þá fékk þessa sterku tilfinningu að ég vildi vera heima. Ég vil byggja upp grunn hér á Íslandi því hér vil ég búa í framtíðinni,“ skrifaði Sólveig. Hún segist að það hafi legið beinast við að komast að hjá Jami Tikkanen og er þakklát fyrir að hann hafi tekið við henni. „Það er áhætta að breyta um þjálfunaraðferð rétt fyrir tímabilið en mér líður vel með að taka þessa áhættu. Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég fór fram og til baka með þetta í margar vikur, skrifaði ,“ skrifaði Sólveig en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir ofan.
Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira