Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með þeim vinkonum Sunnevu og Jóu tækla fjölbreytt verkefni á vinnumarkaði, eins og þeim einum er lagið.
Í þættinum í gær kynntust þær starfinu í fiskvinnslu en er peningurinn mikill í öllu sem tengist fiski eins og þær töluðu báðar um í þættinum.
Þær fengu því fund með gæðastjóra fiskvinnslunnar Kambur til að kynnast starfinu. Áður en þær vissu af voru þær vinkonurnar mættar út á gólf að vinna.
„Þið eruð ekkert með slopp fyrir örvhenta?“
Þetta sagði Jóhanna við gæðastjórann er hún reyndi að komast í sloppinn áður en þær gengu inn í vinnsluna til að hefja störf. Málið leystist sem betur fer.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.