Stöð 2 Sport
Við hefjum leik á Körfuboltakvöldi klukkan 17:00 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum helgarinnar í Subway-deild kvenna í körfubolta áður en Seinni bylgjan tekur við klukkan 18:00 og fer yfir Olís-deild kvenna í handbolta.
Klukkan 19:15 tekur Afturleding svo á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta og að þeim leik loknum tekur Seinni bylgjan við og fer yfir allt það helsta úr leikjum helgarinnar.
Stöð 2 Sport 2
Lögmál leiksins verður á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 þar sem sérfræðingar Stöðvar 2 Sports ræða um allt það sem tengist NBA-deildinni í körfubolta.
Stöð 2 Sport 3
Ítalski boltinn heldur áfram að rúlla og klukkan 19:35 tekur Torino á móti Cremonese.
Stöð 2 eSport
Strákarnir í Gametíví verða á sínum stað með sitt vikulega streymi og fara í loftið á Stöð 2 eSport á slaginu klukkan 20:00.