Á vef Veðurstofunnar segir að síðdegis í dag sé áðurnefnd lægð úr sögunni og þá megi búast við suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu og stöku éljum á vesturhelmingi landsins.
„Á austanverðu landinu léttir hins vegar til með björtu og fallegu veðri. Hiti kringum frostmark í dag.
Framan af morgundegi er útlit fyrir hæga breytilega átt og úrkomulaust að mestu. Gengur í norðvestan 5-10 m/s síðdegis með stöku éljum, en 10-15 og snjókoma austanlands. Frost 0 til 5 stig. Það bætir síðan heldur í vind annað kvöld,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Hæglætisveður og úrkomulítið framan af degi. Norðvestan 5-10 m/s síðdegis og stöku él, en 10-15 og snjókoma á austanverðu landinu. Frost 0 til 5 stig.
Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt, víða bjart og kalt í veðri. Snýst í vaxandi sunnanátt um landið vestanvert seinnipartinn með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu og hlýnar.
Á fimmtudag: Breytileg átt og slydda rigning víða um land. Hiti 0 til 4 stig. Snýst í kaldari norðanátt undir kvöld með éljum norðantil á landinu, en syttir upp annars staðar.
Á föstudag: Breytileg átt, bjart og fremur kalt framan af degi. Síðan vaxandi sunnanátt og þykknar upp sunnan- og vestanlands og hlýnar smám saman.
Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir stífa sunnanátt með rigningu og hlýindum, en lengst af þurrt norðaustantil.
Suðvesturland: Víðast hvar hálka eða hálkublettir. Þungfært er um Kjosarskarð. Varað er við hættu á brotholum í malbiki eftir leysingar síðustu daga. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 20, 2023