Lífið

Með blæti fyrir Herjólfs­götunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hera segist sjálf vera með blæti fyrir götunni.
Hera segist sjálf vera með blæti fyrir götunni.

Í þættinum Draumaheimilinu á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með leit þeirra Ólafar Körlu Þórisdóttur og Daða Erni Jenssyni að nýrri eign en þau bjuggu áður í innri Njarðvík en vildu færa sig í Hafnarfjörðin til að vera nær fjölskyldunni. Parið skoðaði þrjár mismunandi eignir í þættinum og fundu síðan að lokum draumaheimilið.

Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa. Það eru margar ákvarðanir sem fylgja fasteignakaupum auk verðs og staðsetningar; skólahverfi, íþróttafélag nánd við miðbæ auk ástands eignarinnar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að fylgjast með þessum stóra áfanga í lífi fólks munu áhorfendur fá góð ráð frá iðnaðarmönnum og öðrum fagaðilum.

Í þættinum í gær skoðuðu þau Ólöf og Daði eign við Herjólfsgötu, sérhæð á jarðhæð. Eignin var 111 fermetrar að stærð og með þremur svefnherbergjum. Á eignina var sett 62,9 milljónir. Söngkonan og fasteignasalinn Hera Björk aðstoðaði parið við leitina en sjálf segist Hera vera með blæti fyrir Herjólfsgötunni.

Hér að neðan má sjá þegar parið skoðaði umrædda eign. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ en parið skoðaði tvær aðrar eignir í þættinum og valdi svo úr þeim þremur. 

Klippa: Með blæti fyrir Herjólfsgötunni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.