Lífið

Bólgan eftir aðgerðina búin að hjaðna

Máni Snær Þorláksson skrifar
 Madonna á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Madonna á Grammy-verðlaunahátíðinni. Getty/Christopher Polk

Söngkonan Madonna vakti töluverða athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Það var umtalað á netinu að andlitið hennar virtist vera bólgið eftir aðgerð. Söngkonan segir að bólgan sé búin að hjaðna og birti mynd því til stuðnings í gær.

Það er óhætt að segja að Madonna hafi ekki verið hrifin af athyglinni sem hún fékk á verðlaunahátíðinni. Hún gagnrýndi það að fólk væri að einblína á útlitið sitt í staðinn fyrir fólkið sem hún var að kynna inn á svið, þau Kim Petras og Sam Smith.

Petras er fyrsta trans konan sem kemur fram á Grammy-verðlaunahátíðinni. Auk þess vann hún til Grammy-verðlauna þetta kvöldið og er fyrsta trans konan sem gerir það.

Madonna sagði að um aldursfordóma og kvenhatur væri að ræða. Heimurinn neiti að fagna konum sem eru eldri en 45 ára og refsi þeim ef þær halda áfram að vera sterkar, duglegar og hugrakkar.

„Ég hef aldrei beðist afsökunar á sköpunargáfu minni eða því hvernig ég lít út eða klæði mig og ég er ekki að fara að byrja á því.“

„Sjáiði hvað ég er sæt núna“

Í gær birti Madonna færslu með mynd af sér á samfélagsmiðlinum Twitter. Í færslunni skýtur hún á þau sem gagnrýndu útlitið hennar á verðlaunahátíðinni.

„Sjáiði hvað ég er sæt núna þegar bólgan eftir aðgerðina er búin að hjaðna,“ segir söngkonan í færslunni. Þá bætir hún við skammstöfuninni „lol“ sem þýðir að hún sé að hlægja upphátt. Einnig lætur hún fylgja með skellihlæjandi tjákn (e. emoji).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.