Lífið

Skapari Perlunnar með innisund­laug sem slær í gegn hjá barna­börnunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingimundur Sveinsson er einn af okkar merkilegustu arkitektum.
Ingimundur Sveinsson er einn af okkar merkilegustu arkitektum.

Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá hjónunum Ingimundi Sveinssyni og Sigríði Arinbjarnardóttur í einstaklega fallegu húsi í Skerjafirðinum sem Ingimundur hannaði og teiknaði sjálfur.

 Ingimundur er einn allra farsælasti arkitekt landsins og hefur verið það í áratugi. Byggingar eftir hann eru meðal annars Perlan, Hús verslunarinnar, höfuðstöðvar Íslenskar erfðagreiningar og margt fleira.

Í þessu einstaka húsi má meðal annars finna fallega innisundlaug en Ingimundur segir sjálfur að laugin slái ávallt í gegn hjá barnabörnunum. Næsti þáttur af heimsókn er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2. 

Klippa: Skapari Perlunnar með innisund­laug sem slær í gegn hjá barna­börnunum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.