Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið
Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug.
Tengdar fréttir
Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa
Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig.
Sér ekki leið út úr deilunni
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kjaradeiluna sem samtökin standa nú í við Eflingu vera þá hörðustu sem hann hefur séð á sínum ferli. Hann segir deiluna sérstaklega snúna þar sem búið sé að semja við meginþorra verkalýðsfélaganna.