„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur Guðmundsson hefur kvatt íslenska landsliðið í þriðja sinn á þjálfaraferlinum. EPA-EFE/Tamas Kovacs Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. HSÍ sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að Guðmundur væri hættur, aðeins tveimur vikum fyrir leiki við Tékkland í undankeppni EM 2024. Í yfirlýsingunni sagði að um samkomulag beggja aðila væri að ræða og var ákvörðunin ekki rökstudd. Málið var rætt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, í kjölfar leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni. „Það sem kemur mér á óvart er tímasetningin. Það er mánuður frá því að mótið kláraðist þannig að ef að ástæðan er að árangurinn hafi ekki verið nógu góður þá lá það fyrir, fyrir mánuði síðan. Það eru tvær vikur í þessa leiki við Tékka í undankeppninni. Tímasetningin stingur mest í augu,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. Arnar Daði, sem gagnrýndi Guðmund og hans þjálfarateymi mikið á meðan á HM í janúar stóð, tók svo við og var heitt í hamsi. Hann sagði Guðmund löngu búinn að „missa klefann“ og átti þá við að samband þjálfarans við leikmenn hefði súrnað fyrir löngu síðan. Segir hóp leikmanna hafa talið tíma Guðmundar lokið „Ég held bara að til að byrja með hafi aldrei staðið til að taka þessa ákvörðun. Ég held að landsliðsnefndin og stjórn HSÍ hafi ekki ætlað að reka Guðmund Guðmundsson. En eftir að þeir fóru í greiningarvinnu og að ræða við landsliðsmenn kom í ljós að staðan innan landsliðshópsins væri töluvert verri [en talið var]. Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði en hann bjóst þó við því að Guðmundur yrði áfram landsliðsþjálfari. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Umræða um brotthvar Guðmundar „Þetta er grautfúlt. Ég var manna gagnrýnastur á meðan á HM stóð og reyndi að vera sanngjarn í minni umfjöllun. En ég bjóst ekki við því að Guðmundur myndi fara því það er stutt í mikilvæga leiki í undankeppni EM 2024. Hann var á samningi og það er ekki ókeypis fyrir HSÍ að reka Guðmund. Það þarf að borga upp samninginn og við erum ekkert að velta okkur upp úr seðlunum,“ sagði Arnar Daði. Segir að allt þjálfarateymið hefði átt að stíga til hliðar Hann gagnrýndi einnig að aðstoðarmenn Guðmundar, sem báðir eru starfsmenn HSÍ, skyldu taka við liðinu fyrir leikina við Tékka sem eru handan við hornið. „Hver á að taka við? Brandarinn heldur bara áfram með því að tilkynna að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson eigi að taka næstu leiki. Með fullri virðingu þá mun ekkert breytast í þeim leikjum. Við erum alltaf að fara að vinna þessa leiki, það er ekki það, en þegar það eru skemmd epli og menn ósáttir þá koma ekki aðstoðarþjálfarinn og markmannsþjálfarinn og breyta heiminum. Að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson taki þetta starf að sér finnst mér vanvirðing gagnvart Guðmundi Guðmundssyni. Þetta er teymi sem klikkaði algjörlega á ögurstundu á stórmóti í janúar og fyrir mér hefðu þeir allir átt að fara, og í smá naflaskoðun. Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti sem landsliðsþjálfari Íslands en hans tími var liðinn. En ég set risastórt spurningamerki við það að Gunnar Magnússon skuli ekki bara fara og skammast sín. Mér finnst gjörsamlega glórulaus ákvörðun að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson haldi áfram. Mér finnst þetta rosalega lélegt og HSÍ-legt,“ sagði Arnar Daði. Theodór benti á að aðeins tvær vikur væru í næstu leiki og því ef til vill fátt annað í stöðunni en að leita til aðstoðarmanna Guðmundar. „Mér er alveg sama. Hringja í Guðjón Val, Óla Stef, Snorra Stein, Patrek Jóhannesson, Erling Richardsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Róbert Gunnarsson… bara einhvern. Ég er ekki að grínast. Mér finnst þetta vera vanvirðing gagnvart Guðmundi að starfsmannateymið allt fari ekki.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
HSÍ sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að Guðmundur væri hættur, aðeins tveimur vikum fyrir leiki við Tékkland í undankeppni EM 2024. Í yfirlýsingunni sagði að um samkomulag beggja aðila væri að ræða og var ákvörðunin ekki rökstudd. Málið var rætt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, í kjölfar leiks Vals og PAUC í Evrópudeildinni. „Það sem kemur mér á óvart er tímasetningin. Það er mánuður frá því að mótið kláraðist þannig að ef að ástæðan er að árangurinn hafi ekki verið nógu góður þá lá það fyrir, fyrir mánuði síðan. Það eru tvær vikur í þessa leiki við Tékka í undankeppninni. Tímasetningin stingur mest í augu,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. Arnar Daði, sem gagnrýndi Guðmund og hans þjálfarateymi mikið á meðan á HM í janúar stóð, tók svo við og var heitt í hamsi. Hann sagði Guðmund löngu búinn að „missa klefann“ og átti þá við að samband þjálfarans við leikmenn hefði súrnað fyrir löngu síðan. Segir hóp leikmanna hafa talið tíma Guðmundar lokið „Ég held bara að til að byrja með hafi aldrei staðið til að taka þessa ákvörðun. Ég held að landsliðsnefndin og stjórn HSÍ hafi ekki ætlað að reka Guðmund Guðmundsson. En eftir að þeir fóru í greiningarvinnu og að ræða við landsliðsmenn kom í ljós að staðan innan landsliðshópsins væri töluvert verri [en talið var]. Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði en hann bjóst þó við því að Guðmundur yrði áfram landsliðsþjálfari. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Umræða um brotthvar Guðmundar „Þetta er grautfúlt. Ég var manna gagnrýnastur á meðan á HM stóð og reyndi að vera sanngjarn í minni umfjöllun. En ég bjóst ekki við því að Guðmundur myndi fara því það er stutt í mikilvæga leiki í undankeppni EM 2024. Hann var á samningi og það er ekki ókeypis fyrir HSÍ að reka Guðmund. Það þarf að borga upp samninginn og við erum ekkert að velta okkur upp úr seðlunum,“ sagði Arnar Daði. Segir að allt þjálfarateymið hefði átt að stíga til hliðar Hann gagnrýndi einnig að aðstoðarmenn Guðmundar, sem báðir eru starfsmenn HSÍ, skyldu taka við liðinu fyrir leikina við Tékka sem eru handan við hornið. „Hver á að taka við? Brandarinn heldur bara áfram með því að tilkynna að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson eigi að taka næstu leiki. Með fullri virðingu þá mun ekkert breytast í þeim leikjum. Við erum alltaf að fara að vinna þessa leiki, það er ekki það, en þegar það eru skemmd epli og menn ósáttir þá koma ekki aðstoðarþjálfarinn og markmannsþjálfarinn og breyta heiminum. Að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson taki þetta starf að sér finnst mér vanvirðing gagnvart Guðmundi Guðmundssyni. Þetta er teymi sem klikkaði algjörlega á ögurstundu á stórmóti í janúar og fyrir mér hefðu þeir allir átt að fara, og í smá naflaskoðun. Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti sem landsliðsþjálfari Íslands en hans tími var liðinn. En ég set risastórt spurningamerki við það að Gunnar Magnússon skuli ekki bara fara og skammast sín. Mér finnst gjörsamlega glórulaus ákvörðun að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson haldi áfram. Mér finnst þetta rosalega lélegt og HSÍ-legt,“ sagði Arnar Daði. Theodór benti á að aðeins tvær vikur væru í næstu leiki og því ef til vill fátt annað í stöðunni en að leita til aðstoðarmanna Guðmundar. „Mér er alveg sama. Hringja í Guðjón Val, Óla Stef, Snorra Stein, Patrek Jóhannesson, Erling Richardsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Róbert Gunnarsson… bara einhvern. Ég er ekki að grínast. Mér finnst þetta vera vanvirðing gagnvart Guðmundi að starfsmannateymið allt fari ekki.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira