Góður endurkomusigur hjá Keflavík en Haukar fóru létt með Breiðablik Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 21:13 Keira Robinson hafði hægt um sig hjá Haukum í kvöld. Vísir/Vilhelm Keflavík lenti óvænt í vandræðum gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld en vann að lokum sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Þá unnu Haukar risasigur á Breiðablik. Það voru ekki margir sem áttu von á að Fjölnir myndi ná að stríða Keflavík að ráði í leik liðanna í Subway-deild kvenna í kvöld. Fjölnir var í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig fyrir leikinn en Keflavík efstar með 36 stig. Annað kom hins vegar á daginn. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og náði mest nítján stiga forystu í fyrri hálfleik. Þær leiddu 27-10 eftir fyrsta leikhluta og þó Keflavík hafi aðeins náð að laga stöðuna fyrir hálfleik var staðan þá 50-38 Fjölni í vil. Í síðari hálfleik sýndi Keflavík hins vegar mátt sinn og megin. Þær minnkuðu muninn jafnt og þétt og komu honum niður í eitt stig fyrir lokafjórðunginn. Þar gekk Fjölni síðan skelfilega að skora, þær náðu aðeins að setja níu stig í leikhlutanum og Keflavík fafnaði tólf stiga sigri að lokum, lokatölur 93-81. Anna Soffía var atkvæðamest hjá Blikum.Vísir/Vilhelm Daniela Wallen skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók þar að auki 14 fráköst. Brittany Dinkins var sínu gamla liði erfið, hún skilaði þrefaldri tvennu með 18 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Urte Slavickaite var hins vegar stigahæst hjá Fjölni með 35 stig. Spennan var öllu minni í Kópavogi þar sem Haukar voru í heimsókn hjá Blikum. Liðin á sitt hvorum endanum í töflunni en Blikar leiddu þó 20-13 að loknum fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 33-30 Haukum í vil, aðeins þriggja stiga munur og allt galopið. Í síðari hálfleik skildu þó leiðir. Haukar tvöfölduðu stigafjölda sinn og unnu fjörtíu stiga sigur að endingu, lokatölur 95-55. Lovísa Björt Henningsdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar hjá Haukum með 20 stig en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 18 fyrir Breiðablik. Subway-deild kvenna Fjölnir Keflavík ÍF Haukar Breiðablik Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Það voru ekki margir sem áttu von á að Fjölnir myndi ná að stríða Keflavík að ráði í leik liðanna í Subway-deild kvenna í kvöld. Fjölnir var í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig fyrir leikinn en Keflavík efstar með 36 stig. Annað kom hins vegar á daginn. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og náði mest nítján stiga forystu í fyrri hálfleik. Þær leiddu 27-10 eftir fyrsta leikhluta og þó Keflavík hafi aðeins náð að laga stöðuna fyrir hálfleik var staðan þá 50-38 Fjölni í vil. Í síðari hálfleik sýndi Keflavík hins vegar mátt sinn og megin. Þær minnkuðu muninn jafnt og þétt og komu honum niður í eitt stig fyrir lokafjórðunginn. Þar gekk Fjölni síðan skelfilega að skora, þær náðu aðeins að setja níu stig í leikhlutanum og Keflavík fafnaði tólf stiga sigri að lokum, lokatölur 93-81. Anna Soffía var atkvæðamest hjá Blikum.Vísir/Vilhelm Daniela Wallen skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók þar að auki 14 fráköst. Brittany Dinkins var sínu gamla liði erfið, hún skilaði þrefaldri tvennu með 18 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Urte Slavickaite var hins vegar stigahæst hjá Fjölni með 35 stig. Spennan var öllu minni í Kópavogi þar sem Haukar voru í heimsókn hjá Blikum. Liðin á sitt hvorum endanum í töflunni en Blikar leiddu þó 20-13 að loknum fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 33-30 Haukum í vil, aðeins þriggja stiga munur og allt galopið. Í síðari hálfleik skildu þó leiðir. Haukar tvöfölduðu stigafjölda sinn og unnu fjörtíu stiga sigur að endingu, lokatölur 95-55. Lovísa Björt Henningsdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar hjá Haukum með 20 stig en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 18 fyrir Breiðablik.
Subway-deild kvenna Fjölnir Keflavík ÍF Haukar Breiðablik Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum