„Við erum fullir sjálfstrausts“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 22:51 Ægir Þór Steinarsson í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. „Við náðum ekki að hleypa þessu upp í þessa geðveiki sem við viljum og stemningsskotin duttu ekki okkar megin og við náðum ekki að fylgja því með varnarfráköstum. Þess vegna skorum við bara 60 stig. Við þurfum að skora meira og það er bara galdurinn að við megum ekki detta niður á þeirra plan. Við þurfum bara að spila okkar bolta og það var munurinn í dag,“ sagði Ægir. Sóknaraðgerðir íslenska liðsins voru stærstan hluta leiksins mjög erfiðar og liðið þurfti að hafa gríðarlega fyrir hverju stigi. Ægir segir að það sé einfaldlega afleiðing af því að liðið dettur niður á spænskt plan í leiknum. „Þetta þurfa að vera snöggar og snaggaralegar sóknir. Ekki það að maður verður auðvitað að hrósa þeim fyrir góðan varnarleik. Þeir eru með B- eða C-liðið sitt, en þeir eru heims- og Evrópumeistarar í körfubolta og hefðin er þeirra megin. En við hefðum þurft að spila hraðari bolta og hafa sneggri og ákveðnari aðgerðir sóknarlega.“ Þrátt fyrir erfiðan sóknarleik gekk varnarleikur Íslands vel upp stærstan hluta leiksins. „Við ætluðum bara að vera „physical“ og aggressívir. En það var oft á tíðum sem fráköstin fylgdu kannski ekki og mér fannst við vera seinir upp völlinn líka. Mér fannst við ekki vera nógu snöggir að taka fráköstin og hlaupa völlinn til að refsa. En við spiluðum ekkert slæman varnarleik en þetta skildi bara að.“ Þrátt fyrir tapið segist Ægir enn vera ótrúlega spenntur fyrir leik Íslands gegn Georgíu næstkomandi sunnudag, enda verður það hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. „Við erum ekkert smá peppaðir að fara í fulla höll í Georgíu. Við erum bara að spila körfubolta, en að mæta í svona og spila á móti þeim bestu í Evrópu og gefa okkur tækifæri til þess að sigra. Við erum fullir sjálfstrausts og augun hafa verið á þessum leik í langan tíma. Við ætlum að stilla spennustigið, taka mínútu fyrir mínútu, og vinna þennan leik,“ sagði Ægir að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
„Við náðum ekki að hleypa þessu upp í þessa geðveiki sem við viljum og stemningsskotin duttu ekki okkar megin og við náðum ekki að fylgja því með varnarfráköstum. Þess vegna skorum við bara 60 stig. Við þurfum að skora meira og það er bara galdurinn að við megum ekki detta niður á þeirra plan. Við þurfum bara að spila okkar bolta og það var munurinn í dag,“ sagði Ægir. Sóknaraðgerðir íslenska liðsins voru stærstan hluta leiksins mjög erfiðar og liðið þurfti að hafa gríðarlega fyrir hverju stigi. Ægir segir að það sé einfaldlega afleiðing af því að liðið dettur niður á spænskt plan í leiknum. „Þetta þurfa að vera snöggar og snaggaralegar sóknir. Ekki það að maður verður auðvitað að hrósa þeim fyrir góðan varnarleik. Þeir eru með B- eða C-liðið sitt, en þeir eru heims- og Evrópumeistarar í körfubolta og hefðin er þeirra megin. En við hefðum þurft að spila hraðari bolta og hafa sneggri og ákveðnari aðgerðir sóknarlega.“ Þrátt fyrir erfiðan sóknarleik gekk varnarleikur Íslands vel upp stærstan hluta leiksins. „Við ætluðum bara að vera „physical“ og aggressívir. En það var oft á tíðum sem fráköstin fylgdu kannski ekki og mér fannst við vera seinir upp völlinn líka. Mér fannst við ekki vera nógu snöggir að taka fráköstin og hlaupa völlinn til að refsa. En við spiluðum ekkert slæman varnarleik en þetta skildi bara að.“ Þrátt fyrir tapið segist Ægir enn vera ótrúlega spenntur fyrir leik Íslands gegn Georgíu næstkomandi sunnudag, enda verður það hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. „Við erum ekkert smá peppaðir að fara í fulla höll í Georgíu. Við erum bara að spila körfubolta, en að mæta í svona og spila á móti þeim bestu í Evrópu og gefa okkur tækifæri til þess að sigra. Við erum fullir sjálfstrausts og augun hafa verið á þessum leik í langan tíma. Við ætlum að stilla spennustigið, taka mínútu fyrir mínútu, og vinna þennan leik,“ sagði Ægir að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32