„Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 23:04 Tryggvi Snær Hlinason skorar tvö af sínum þrettán stigum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. „Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
„Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
„Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32