Borgin í þungum róðri á skuldabréfamarkaði
![Reykjavíkurborg hefur haft það markmið að minnka vægi verðtryggðra skuldabréfa.](https://www.visir.is/i/14BE6E25C6E7BF2520C53B571546545B177066FE3DC9AAB46D88F7055255EEA1_713x0.jpg)
Hækkun ávöxtunarkröfunnar á skuldabréfum Reykjavíkurborgar skilar sér í „verulega þungri vaxtabyrði“ á nýjum lánum. Krafan á óverðtryggða skuldabréfaflokknum RVKN 35 1, sem stendur í ríflega 8,8 prósentum, hefur hækkað um 1,5 prósentustig frá áramótum og nærri tvöfaldast frá byrjun árs 2022.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/9E657CEBFB61304FB35875671DB426013B40ACA1EB4E9638DDAEC87CA5543D15_308x200.jpg)
Rekstrarhalli borgarinnar nær sexfalt meiri miðað við áætlanir
Útkomuspá fyrir rekstur Reykjavíkurborgar á þessu ári gerir ráð fyrir um 15,3 milljarða króna halla, mun meiri en spáð hafði verið, og áfram er búist við halla á næsta ári. Borgarstjóri segir að gætt verði aðhalds í fjárhagsáætlun borgarinnar, meðal annars með því að hætta nánast alfarið nýráðningum, en oddviti Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega útkomuna og bendir á að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um fjórðung frá árinu 2017.