Rússar áfrýja eigin sýknudómi til CAS Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 12:46 Kamila Valieva keppti á Ólympíuleikunum í fyrra. Vísir/Getty Á síðustu árum hafa komið upp hneykslismál í Rússlandi vegna lyfjabrota hjá íþróttamönnum og yfirvöld í Rússlandi verið sökuð um að fela gögn fyrir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni. Nú hafa þeir hins vegar áfrýjað eigin sýknudómi til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Málið sem um ræðir fjallar um hina ungu skautakonu Kamila Valieva sem greindist jákvæð á lyfjaprófi í desember árið 2019. Hún var sett í bann af rússneska lyfjaeftirlitinu (RUSADA) en eftir mótmæli starfsliðs Valieva var bannið dregið til baka og hún gat keppt á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í janúar á þessu ári tók málið hins vegar nýja stefnu. Rússar viðurkenndu þá að Valieva hefði vissulega brotið lyfjareglur en að ekki ætti að refsa henni eða láta hana sæta ábyrgð. Þetta vakti athygli WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) sem tilkynnti málið til CAS (Alþjóðaíþróttadómstólsins). Og nú hafa Rússar gert slíkt hið sama, það er að tilkynna sjálfa sig til CAS. „Rússneska lyfjaeftirlitið hefur óskað eftir því að fyrri ákvörðun sín verði lögð til hliðar og CAS úrskurði að íþróttakonan hafi brotið gegn lyfjareglum og fái refsingu við hæfi,“ segir í tilkynningu frá CAS. Verðlaunaafhendingin ekki ennþá farið fram Þá segir einnig í yfirlýsingu CAS að Rússar vonist til að refsingin takmarkist við áminningu. WADA hefur hins vegar farið fram á að Valieva verði dæmd í fjögurra ára keppnisbann Alþjóðaskautasambandið vill hins vegar að mildari höndum verði farið um Valieva. Þeir vilja að hún verði dæmd í bann frá og með 25.desember 2021 sem er dagsetningin, sem hún var upphaflega dæmd í keppnisbann, og að öll úrslit hennar frá þeim degi verði dæmd ógild. Niðurstaðan mun hafa áhrif á niðurstöðu Ólympíuleikanna síðan í fyrra. Valieva var nefnilega hluti af rússneska hópnum sem vann gull í liðakeppni í Peking. Þegar lyfjamálið kom hins vegar fram í dagsljósið daginn eftir keppnina valdi Alþjóðaólympíunefndin að fresta verðlaunafhendingunni og hafa þau ekki enn verið afhent. Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Málið sem um ræðir fjallar um hina ungu skautakonu Kamila Valieva sem greindist jákvæð á lyfjaprófi í desember árið 2019. Hún var sett í bann af rússneska lyfjaeftirlitinu (RUSADA) en eftir mótmæli starfsliðs Valieva var bannið dregið til baka og hún gat keppt á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í janúar á þessu ári tók málið hins vegar nýja stefnu. Rússar viðurkenndu þá að Valieva hefði vissulega brotið lyfjareglur en að ekki ætti að refsa henni eða láta hana sæta ábyrgð. Þetta vakti athygli WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) sem tilkynnti málið til CAS (Alþjóðaíþróttadómstólsins). Og nú hafa Rússar gert slíkt hið sama, það er að tilkynna sjálfa sig til CAS. „Rússneska lyfjaeftirlitið hefur óskað eftir því að fyrri ákvörðun sín verði lögð til hliðar og CAS úrskurði að íþróttakonan hafi brotið gegn lyfjareglum og fái refsingu við hæfi,“ segir í tilkynningu frá CAS. Verðlaunaafhendingin ekki ennþá farið fram Þá segir einnig í yfirlýsingu CAS að Rússar vonist til að refsingin takmarkist við áminningu. WADA hefur hins vegar farið fram á að Valieva verði dæmd í fjögurra ára keppnisbann Alþjóðaskautasambandið vill hins vegar að mildari höndum verði farið um Valieva. Þeir vilja að hún verði dæmd í bann frá og með 25.desember 2021 sem er dagsetningin, sem hún var upphaflega dæmd í keppnisbann, og að öll úrslit hennar frá þeim degi verði dæmd ógild. Niðurstaðan mun hafa áhrif á niðurstöðu Ólympíuleikanna síðan í fyrra. Valieva var nefnilega hluti af rússneska hópnum sem vann gull í liðakeppni í Peking. Þegar lyfjamálið kom hins vegar fram í dagsljósið daginn eftir keppnina valdi Alþjóðaólympíunefndin að fresta verðlaunafhendingunni og hafa þau ekki enn verið afhent.
Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira