Leiknum lauk með öruggum sigri Óðins og félgaga Kadetten, 31-24, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi, 14-11.
Óðinn Þór fór mikinn í leiknum; skoraði þrettán mörk og var markahæsti maður vallarins en sjö af mörkum Óðins komu af vítalínunni.
Með sigrinum styrkti Kadetten stöðu sína í öðru sæti deildarinnar en Pfadi Winterthur er í þriðja sæti deildarinnar og því um mikilvægan sigur að ræða.