Sport

Dagskráin í dag - Fótbolti, handbolti og körfubolti á skjánum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lakers verða á skjánum.
Lakers verða á skjánum. vísir/getty

Stóru boltagreinarnar þrjár eiga sviðsljósið á íþróttastöðvum Stöðvar 2 í dag.

Ítalir sjá um fótboltahlutann þar sem fjórir leikir úr ítölsku úrvalsdeildinni verða sýndir beint. Ber þar hæst leikur AC Milan og Atalanta en þrjú stig skilja liðin að í fjórða og sjötta sæti deildarinnar.

Tvíhöfði verður úr Olís deild karla þar sem ÍBV og Afturelding eigast við áður en KA og Selfoss mætast á Akureyri.

Innlendur og erlendur körfubolti verður einnig á skjánum en Fjölnir og Grindavík eigast við í Subway deild kvenna á meðan Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers mætast í NBA körfuboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×