Viðskipti innlent

Haraldur virðist vera hættur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Haraldur Ingi Þorleifsson var valinn maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Haraldur Ingi Þorleifsson var valinn maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Vísir/Vilhelm

Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, virðist vera hættur hjá Twitter. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin tvö ár og segist mikið hafa lært.

„Tvö ár. Ég lærði sitthvað, eignaðist nýja vini og gerði margt gott; hló mikið og grét smá. Ég sé ekki eftir neinu,“ segir Haraldur í tísti. Undir færslunni er tjákn sem starfsmenn Twitter hafa jafnan notað við sama tilefni.

Zoë Schiffer hjá Platformer greinir frá því að yfir fimmtíu manns hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum í gær. Uppsagnirnar hafi náð yfir fjölda deilda. Þá hafi hörðum stuðningsmönnum Elons Musk, eiganda og framkvæmdastjóra, meðal annars verið sagt upp.

Haraldur seldi Ueno til Twitter árið 2021 og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna.

Ekki náðist í Harald við vinnslu fréttarinnar.

Rætt var við Harald Þorlefsson í Íslandi í dag í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×