„Ég er alveg brjálaður“ Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. febrúar 2023 21:15 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Sjá meira
Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00