Kristrún greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni þann 12. febrúar síðastliðinn. Þá sagðist hún ekki komast með í ferð um landið í kjördæmaviku þar sem hún væri með þriggja daga stúlku heima.
Varaþingmaður sinnir störfum Kristrúnar á Alþingi um þessar mundir á meðan hún er í fæðingarorlofi en hún greindi frá því í janúar að hún stefni á að taka þátt í þingstörfum í maí eða júní. Þá myndi hún taka restina af orlofinu út sumarið.
„Spilum þetta bara eftir eyranu hér á Háaleitisbrautinni, eins og svo margt annað, og eins og á svo mörgum heimilum,“ sagði Kristrún.
Fréttablaðið greinir frá því að dóttirin hafi hlotið nafnið Ragnhildur Steinunn í höfuðið á ömmum sínum.