Xbox Game Pass kemur til Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2023 11:47 Xbox Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass. Leikjavísir Microsoft Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass.
Leikjavísir Microsoft Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira