Lífið

Mis­heppnað bón­orð á Ís­landi fékk far­sælan endi

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
instamynd1.jpg
Instagram/Adam Groves

Hinn 27 ára gamli Adam Groves hafði ráðgert að biðja unnustu sinnar undir norðurljósunum á Íslandi. Sú áætlun fór forgörðum en í fluginu á leiðinni heim fékk parið óvæntan glaðning.

Independent greinir frá.

Adam Groves er frá Lymm í Cheshire. Hann bókaði flug til Íslands til að koma unnustu sinni, Jasmine Mapp á óvart og hafði ráðgert að biðja hennar undir norðurljósunum hér á landi.

Á meðan á fjögurra daga Íslandsdvöl parsins stóð var hins vegar alskýjað og því voru engin norðurljós á himnum.

Adam tókst engu að síður að gera gott úr aðstæðunum og bað sinnar heittelskuðu á vel völdum stað við Íslandsstrendur.

Í gærkvöldi flaug parið heim með flugi Easyjet frá Keflavík til Manchester.

Þegar vélin hafði verið í loftinu í tæpan hálftíma ákvað flugmaðurinn að deyfa ljósin og taka 360 gráðu beygju til að gefa farþegum vélarinnar tækifæri á að virða fyrir sér norðurljósadýrðina á himninum.

„Í fyrstu gátu einungis farþegarnir sem sátu vinstra megin séð ljósin, en við sátum hinum megin í vélinni. Flugmaðurinn sneri svo vélinni við og þá gátum við sem sátum á hægri hliðinni séð þau líka,“ segir Adam, sem náði meðfylgjandi mynd út um gluggann á flugvélinni.

Twitter/Adam Groves

Hann segir í samtali við PA News fréttastofuna að þetta hafi verið sérstök upplifun, og komið skemmtilega á óvart. 


Tengdar fréttir

Flugu í hringi til að sýna farþegum norðurljósin

Flugstjórar flugvélar Easy Jet sem verið var að fljúga frá Keflavík til Manchester í gær, flugu vélinni í hring yfir Norðursjó. Það gerðu þeir svo farþegarnir gætu notið norðurljósanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.