Lífið

Fjallagarpur selur glæsihýsi

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Fram kemur í lýsingu að húsið sé mjög mikið endurnýjað og hvergi til sparað.
Fram kemur í lýsingu að húsið sé mjög mikið endurnýjað og hvergi til sparað. Samsett mynd

Hallgrímur Kristinsson fjallgöngumaður og eiginkona hans, Ólöf Pálsdóttir arkitekt hafa sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu.

Um er að ræða sex herbergja enda keðjuhús með tvöföldum bílskúr á Flötunum í Garðabæ. Húsið er rúmlega 240 fermetrar og er byggt árið 1969.

Fram kemur í lýsingu að húsið sé mjög mikið endurnýjað og hvergi til sparað. Lóðin er óvenju stór eða 1620 fermetrar. Innkeyrslan er um 200 fermetrar og upphituð og rúmar auðveldlega sex til sjö bíla. Í húsinu er einnig að finna 44,7 fm upphitaða sólstofu.

Að aftan er ný uppgerð verönd á þremur pöllum og heitum potti. Í lýsingu segir að garðurinn sé þakinn gróðri á sumrin og þá bjóði sólpallarnir upp á gott einka afdrep og næði.

Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu. Í stofunni er arinn sem er umkringdur Drápuhlíðargrjóti sem þekur einnig valda veggi í stofum. Eldhúsið er með fallegri eldhúsinnréttingu frá Brúnás með góðu skápaplássi og granit borðplötu.

Ásett verð er 175 milljónir en fasteignamat hússins er 115,2 milljónir.

​​​Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á Fasteignavef Vísis.

Stofan er mjög rúmgóð og björt með útgöngudyr á baklóð.Sissi.is
Tvöfaldur bílskúr er 40,6 fm samkvæmt skráningu HMS.Sissi.is
Eldhúsið er með fallegri eldhúsinnréttingu frá Brúnás með góðu skápaplássi og granit borðplötu.Sissi.is
Innkeyrslan var steypt árið 2022 og er öll upphituð,Sissi.is
Í húsinu eru þrír stórir samliggjandi sólpallar, sem eru samtals 59,2 fm og skjólgóður garður ásamt heitum potti.Sissi.is
Hjónaherbergið er með fataherbergi.Sissi.is
Arinn í stofu umkringdur Drápuhlíðargrjóti sem þekur einnig valda veggi í stofum.Sissi.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.