Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2023 06:50 Harry og Meghan létu gera Frogmore bústaðinn, sem er í eigu konungsfjölskyldunnar, upp fyrir um 2,4 milljónir punda á árunum 2018 til 2019. Það samsvarar rúmlega 400 milljónum íslenskra króna á núvirði. EPA Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. Þetta staðfestir talsmaður þeirra Harry og Meghan að því er segir í frétt BBC. Talsmaður bresku konungshallarinnar hefur þó ekki viljað tjá sig um málið. Harry og Meghan búa nú í Kaliforníu með tveimur börnum sínum, þeim Archie og Lilibet. Þau hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020 og yfirgáfu Bretland skömmu síðar. Frogmore-bústaðurinn er tíu herbergja eign á lóð Windsor-kastala, en það var Elísabet drottning, amma Harrys, sem bauð honum og Meghan húsið til afnota. Drottningin lést í september 2022 og varð Karl, faðir Harry, þá konungur. Gerðu upp húsið fyrir hundruð milljóna Harry og Meghan létu gera húsið upp, sem er í eigu konungsfjölskyldunnar, fyrir um 2,4 milljónir punda á árunum 2018 til 2019. Það samsvarar rúmlega 400 milljónum íslenskra króna á núvirði. Fram kom að breskir skattborgarar hafi upphaflega staðið straum af kostnaði við endurbæturnar en hertoginn hafi síðar endurgreitt kostnaðinn sjálfur. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Bókin seldist í bílförmum en þar segir Harry meðal annars frá því að bróðir han, Vilhjálmur prins, hafi í eitt skipti ráðist á hann og að þeir bræður hafi biðlað til föður þeirra að giftast ekki Kamillu Parker-Bowles. Andrés prins er yngri bróðir Karls konungs.EPA Andrés flytur inn Til stendur að veita Andrési prins fái Frogmore kotið til afnota en hann býr nú í rúmlega þrjátíu herbergja húsi á lóð Windsor. Móðir hans lét hann hætta störfum fyrir konungsfjölskylduna árið 2019 eftir sjónvarpsviðtal þar sem hann svaraði ásökunum um að hann hefði ráðist kynferðislega á Virginia Giuffre. Hann neitaði sök í málinu. Fyrir um ári náðist sátt í málinu þar sem Andrés greiddi Giuffre óþekkta upphæð gegn því að hún myndi falla frá stefnu sinni í málinu. Óstaðfestar fréttir hafa borist af því að til standi að stöðva árlegar greiðslur til Andrésar sem myndi gera honum erfitt fyrir að reka heimili. Hann hefur einnig verið sviftur öllum titlum sem hann bar í breska hernum. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. 10. janúar 2023 07:22 Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. 5. janúar 2023 23:08 Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Þetta staðfestir talsmaður þeirra Harry og Meghan að því er segir í frétt BBC. Talsmaður bresku konungshallarinnar hefur þó ekki viljað tjá sig um málið. Harry og Meghan búa nú í Kaliforníu með tveimur börnum sínum, þeim Archie og Lilibet. Þau hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020 og yfirgáfu Bretland skömmu síðar. Frogmore-bústaðurinn er tíu herbergja eign á lóð Windsor-kastala, en það var Elísabet drottning, amma Harrys, sem bauð honum og Meghan húsið til afnota. Drottningin lést í september 2022 og varð Karl, faðir Harry, þá konungur. Gerðu upp húsið fyrir hundruð milljóna Harry og Meghan létu gera húsið upp, sem er í eigu konungsfjölskyldunnar, fyrir um 2,4 milljónir punda á árunum 2018 til 2019. Það samsvarar rúmlega 400 milljónum íslenskra króna á núvirði. Fram kom að breskir skattborgarar hafi upphaflega staðið straum af kostnaði við endurbæturnar en hertoginn hafi síðar endurgreitt kostnaðinn sjálfur. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Bókin seldist í bílförmum en þar segir Harry meðal annars frá því að bróðir han, Vilhjálmur prins, hafi í eitt skipti ráðist á hann og að þeir bræður hafi biðlað til föður þeirra að giftast ekki Kamillu Parker-Bowles. Andrés prins er yngri bróðir Karls konungs.EPA Andrés flytur inn Til stendur að veita Andrési prins fái Frogmore kotið til afnota en hann býr nú í rúmlega þrjátíu herbergja húsi á lóð Windsor. Móðir hans lét hann hætta störfum fyrir konungsfjölskylduna árið 2019 eftir sjónvarpsviðtal þar sem hann svaraði ásökunum um að hann hefði ráðist kynferðislega á Virginia Giuffre. Hann neitaði sök í málinu. Fyrir um ári náðist sátt í málinu þar sem Andrés greiddi Giuffre óþekkta upphæð gegn því að hún myndi falla frá stefnu sinni í málinu. Óstaðfestar fréttir hafa borist af því að til standi að stöðva árlegar greiðslur til Andrésar sem myndi gera honum erfitt fyrir að reka heimili. Hann hefur einnig verið sviftur öllum titlum sem hann bar í breska hernum.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. 10. janúar 2023 07:22 Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. 5. janúar 2023 23:08 Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16
Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. 10. janúar 2023 07:22
Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. 5. janúar 2023 23:08
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06