„Það munaði á markvörslunni“ Hinrik Wöhler skrifar 2. mars 2023 20:48 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. „Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði. Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði.
Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37