Stjörnurnar vilji ekki tengja sig við konunginn Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 23:45 Elton John, Adele og Harry Styles eru á meðal þeirra sem eru sögð hafa afþakkað boð um að spila fyrir Karl konung. Getty/Max Mumby/Karwai Tang/Michael Buckner/Rob Ball Það virðist ekki ganga alveg nógu vel að finna tónlistarfólk til að koma fram á krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Stórstjörnur á borð við Elton John, Adele og Harry Styles eru til að mynda sagðar hafa afþakkað boð um að spila fyrir konunginn. Simon Jones, sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi fyrir ýmsa fræga Breta, telur að hægt sé að rekja ástæðuna fyrir þessu til þess hve umdeild konungsfjölskyldan hefur orðið á síðustu árum. „Konungsfjölskyldan hefur gengið í gegnum fjölda skandala að undanförnu. Allir sem koma fram á athöfninni þurfa að hafa í huga hvort það myndi valda bakslagi meðal sinna aðdáenda,“ er haft eftir Jones í umfjöllun Rolling Stone um málið. Tónlistarfólkið telji að það sé ekki í þeirra hag að tengja sig við Karl konung á þessum tíma ferilsins. „Fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans“ Annar fjölmiðlafulltrúi sem rætt er við segir stjörnurnar ekki vera vissar um að þær vilji að nöfn sín séu skrifuð í sögubækurnar í kringum umfjöllun um Karl konung. Fjölmiðlafulltrúinn, sem kölluð er Meg sökum þess að hún vill ekki að fullt nafn sitt sé gefið upp, segir þá að það sé mikill munur á móður Karls og honum sjálfum. „Elísabet II Bretlandsdrottning var glæsileg og heillandi fyrir sumum. Karl bætir ekki neinu við – fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans,“ segir Meg. „Þessu verður sjónvarpað svo já, það mun fullt af fólki heyra lögin þeirra, en þegar almannatengsl til lengri tíma eru í huga, ég veit ekki hvort það að koma fram á athöfninni muni hafa jákvæð áhrif á neinn, nema sá hinn sami sé þegar dyggur stuðningsmaður konungsfjölskyldunnar.“ Karl III Bretakonungur Bretland Tónlist Kóngafólk Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Simon Jones, sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi fyrir ýmsa fræga Breta, telur að hægt sé að rekja ástæðuna fyrir þessu til þess hve umdeild konungsfjölskyldan hefur orðið á síðustu árum. „Konungsfjölskyldan hefur gengið í gegnum fjölda skandala að undanförnu. Allir sem koma fram á athöfninni þurfa að hafa í huga hvort það myndi valda bakslagi meðal sinna aðdáenda,“ er haft eftir Jones í umfjöllun Rolling Stone um málið. Tónlistarfólkið telji að það sé ekki í þeirra hag að tengja sig við Karl konung á þessum tíma ferilsins. „Fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans“ Annar fjölmiðlafulltrúi sem rætt er við segir stjörnurnar ekki vera vissar um að þær vilji að nöfn sín séu skrifuð í sögubækurnar í kringum umfjöllun um Karl konung. Fjölmiðlafulltrúinn, sem kölluð er Meg sökum þess að hún vill ekki að fullt nafn sitt sé gefið upp, segir þá að það sé mikill munur á móður Karls og honum sjálfum. „Elísabet II Bretlandsdrottning var glæsileg og heillandi fyrir sumum. Karl bætir ekki neinu við – fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans,“ segir Meg. „Þessu verður sjónvarpað svo já, það mun fullt af fólki heyra lögin þeirra, en þegar almannatengsl til lengri tíma eru í huga, ég veit ekki hvort það að koma fram á athöfninni muni hafa jákvæð áhrif á neinn, nema sá hinn sami sé þegar dyggur stuðningsmaður konungsfjölskyldunnar.“
Karl III Bretakonungur Bretland Tónlist Kóngafólk Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira