Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 3. mars 2023 08:03 Indiana Rós Ægisdóttir og Þórdís Björgvinsdóttir voru staddar í Smáralind að fræða fólk um píkuna. Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka. Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana. Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana.
Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira