Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 3. mars 2023 08:03 Indiana Rós Ægisdóttir og Þórdís Björgvinsdóttir voru staddar í Smáralind að fræða fólk um píkuna. Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka. Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana. Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana.
Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira