„Markmiðið er að vinna Eurovision“ Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 5. mars 2023 20:56 Diljá hreppti Söngvakeppnisbikarinn í gær, en hann fölnar líklega í samanburði við farmiða til Liverpool í maí. Stöð 2/Ívar Fannar Nýkrýndur sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í vor, segir ólýsanlegt að draumurinn sé orðinn að veruleika. Þrátt fyrir mikla spennu á úrslitakvöldinu hafi gleði verið það eina sem komst að. Lagið Power með Diljá, var annað tveggja sem komst í tveggja atriða einvígi. Hitt var lagið OK, með Langa Sela og Skuggunum. Eftir einvígið voru það símaatkvæði áhorfenda sem réðu alfarið úrslitum, og álit dómnefndar hafði þar ekkert vægi. Diljá fór með sigur af hólmi eftir einvígið og þar með var ljóst að Diljá fer til Liverpool fyrir hönd Íslands í maí. Hún segir ólýsanlegt að draumurinn um að keppa í Eurovision sé orðinn að veruleika. Tilfinningin að heyra nafn sitt lesið upp eftir einvígið hafi verið ótrúleg. Diljá fagnaði ákaft þegar nafn hennar var lesið upp þegar hún komst áfram í einvígið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert vont stress, bara gaman „Þetta var mjög óraunverulegt. Ég var í alvörunni að hugsa, er þetta í alvörunni að gerast? Er mig að dreyma?“ segir hún. Þrátt fyrir að taugarnar hafi verið þandar þá lét Diljá það ekki á sig fá. „Þegar ég var að var að fara í einvígið þá upplifði ég engar neikvæðar tilfinningar, ekkert svona vont stress. Það var bara gleði. Þetta er ótrúlega væmið en það var bara gleði, þetta var bara ógeðslega gaman.“ Diljá flutti lagið Power af miklum krafti.Vísir/Hulda Margrét Stefnir á sigur Diljá er mikill Eurovision-aðdáandi og veit því nákvæmlega við hvað verður að etja, þegar út er komið. „Ég get ekki beðið eftir næstu helgi, af því að úrslitin í Melodifestivalen eru þá,“ segir hún. Diljá setur sér háleit markmið. „Markmiðið er að vinna Eurovision, það er eina stefnan núna. Stefnan er sett þangað núna,“ segir hún. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira
Lagið Power með Diljá, var annað tveggja sem komst í tveggja atriða einvígi. Hitt var lagið OK, með Langa Sela og Skuggunum. Eftir einvígið voru það símaatkvæði áhorfenda sem réðu alfarið úrslitum, og álit dómnefndar hafði þar ekkert vægi. Diljá fór með sigur af hólmi eftir einvígið og þar með var ljóst að Diljá fer til Liverpool fyrir hönd Íslands í maí. Hún segir ólýsanlegt að draumurinn um að keppa í Eurovision sé orðinn að veruleika. Tilfinningin að heyra nafn sitt lesið upp eftir einvígið hafi verið ótrúleg. Diljá fagnaði ákaft þegar nafn hennar var lesið upp þegar hún komst áfram í einvígið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert vont stress, bara gaman „Þetta var mjög óraunverulegt. Ég var í alvörunni að hugsa, er þetta í alvörunni að gerast? Er mig að dreyma?“ segir hún. Þrátt fyrir að taugarnar hafi verið þandar þá lét Diljá það ekki á sig fá. „Þegar ég var að var að fara í einvígið þá upplifði ég engar neikvæðar tilfinningar, ekkert svona vont stress. Það var bara gleði. Þetta er ótrúlega væmið en það var bara gleði, þetta var bara ógeðslega gaman.“ Diljá flutti lagið Power af miklum krafti.Vísir/Hulda Margrét Stefnir á sigur Diljá er mikill Eurovision-aðdáandi og veit því nákvæmlega við hvað verður að etja, þegar út er komið. „Ég get ekki beðið eftir næstu helgi, af því að úrslitin í Melodifestivalen eru þá,“ segir hún. Diljá setur sér háleit markmið. „Markmiðið er að vinna Eurovision, það er eina stefnan núna. Stefnan er sett þangað núna,“ segir hún.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira
Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27
Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02