Í hugleiðingum veðurfræðings segir að frost verði á bilinu þrjú til níu stig yfir daginn þar sem kaldast verður inn til landsins.
„Hvessir talsvert til morguns og víða 10-18 m/s síðdegis og hvassari á stöku stað og sums staðar snarpar vindhviður við fjöll. Éljagangur um allt norðan- og austanvert landið, en yfirleitt þurrt annars staðar. Hiti breytist lítið.
Nýjustu spár benda til að dragi úr frosti í lok vikunnar eða í byrjun næstu viku, þó ekki þannig að nein vorhlýindi eru sjáanleg,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðlæg átt 10-18 m/s og éljagangur, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost 3 til 10 stig.
Á miðvikudag: Norðan 5-13 og bjartviðri, en svolítil él á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag: Norðaustan 8-15. Éljagangur um landið norðan- og austanvert en annars úrkomulítið. Frost 3 til 10 stig.
Á föstudag, laugardag og sunnudag: Útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljum, en lengst af þurrt á sunnanverðu landinu. Herðir á frosti.