Handbolti

Arnór kallaður inn í A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Snær Óskarsson í leik með Val í Evrópukeppninni.
Arnór Snær Óskarsson í leik með Val í Evrópukeppninni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson hefur verið kallaður inn í A-landsliðið fyrir leiki íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins.

Landsliðsþjálfararnir Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon ákváðu að kalla Arnór Snæ en íslenski hópurinn ferðast í dag til Tékklands þar sem liðið leikur á miðvikudaginn í undankeppni EM 2024.

Arnór hefur ekki áður leikið með A landsliði karla en á landsleiki að baki með yngri landsliðum HSÍ.

Arnór hefur verið í stóru hlutverki hjá Valsmönnum sem hafa sýnt mikla yfirburði í Olís deild karla og tryggðu sér einnig sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Arnór er með 3,7 mörk og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í Olís deildinni í vetur.

Arnór Snær er  23 ára gamall og spilar jafnan sem örvhent skytta.

Tveir nýliðar úr Val verða því í þessu verkefni því áður hafi hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia verið valinn í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×