Reykjanes geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 20:44 Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Vísir/Arnar Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í svokallaðan grænan iðngarð. Reykjanesið geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu enda mikil tækifæri á svæðinu. Þrátt fyrir miklar tilraunir hefur lítið orðið úr stóriðju í Helguvík og bæði möguleg starfsemi kísilvers og álvers þar úr sögunni. Nú hafa hins vegar verið fundin not fyrir húsnæðið sem þar er en nýta á húsnæðið í græna iðngarða. „Þarna er hellingur af lóðum sem eru lausar og mannvirki sömuleiðis sem hægt er að nýta. Það eru komnar frábærar hugmyndir um að nýta þær í græna iðngarða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Ætlunin sé að hýsa þarna innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun og framleiðslu, með hringrásarkerfi að leiðarljósi. „Þar sem verið er að nýta það sem við höfum hingað til kallað úrgang, er verið að nýta í annað.“ Iðngarðarnir eru hluti af enn stærra verkefni, sem Kadeco hefur séð um að þróa, um heildræna uppbyggingu á svæðinu í kring um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlunin verður kynnt á fimmtudag en hún nær til ársins 2050. „Helguvíkin og Bergvíkin eru hluti af því svæði, þar sem verða einmitt þessir grænu iðngarðar, og sömuleiðis erum við að leggja til önnur þróunarsvæði eins og á Ásbrú, við flugstöðina og með fram Reykjanesbrautinni,“ segir Pálmi. Þar sé meðal annars stefnt á að fjölbreytta atvinnustarfsemi, þjónustumiðstöð fyrir Reykjanesskagann og stórbættar samgöngur, enda mikil tækifæri á svæðinu. „Við lítum á þetta svæði sem helst vaxtarsvæði Íslands á næstu áratugum.“ Bæði megi fjölga tækifærum tengdum flugvellinum en líka ótengdum honum, svo svæðið verði ekki jafn háð farþegaflugi. Þetta megi allt gera með hringrásina í huga. „Við getum algjörlega stokkið á þann vagn og orðið kyndilberar í þeirri þróun,“ segir Pálmi. Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Áliðnaður Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Þrátt fyrir miklar tilraunir hefur lítið orðið úr stóriðju í Helguvík og bæði möguleg starfsemi kísilvers og álvers þar úr sögunni. Nú hafa hins vegar verið fundin not fyrir húsnæðið sem þar er en nýta á húsnæðið í græna iðngarða. „Þarna er hellingur af lóðum sem eru lausar og mannvirki sömuleiðis sem hægt er að nýta. Það eru komnar frábærar hugmyndir um að nýta þær í græna iðngarða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Ætlunin sé að hýsa þarna innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun og framleiðslu, með hringrásarkerfi að leiðarljósi. „Þar sem verið er að nýta það sem við höfum hingað til kallað úrgang, er verið að nýta í annað.“ Iðngarðarnir eru hluti af enn stærra verkefni, sem Kadeco hefur séð um að þróa, um heildræna uppbyggingu á svæðinu í kring um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlunin verður kynnt á fimmtudag en hún nær til ársins 2050. „Helguvíkin og Bergvíkin eru hluti af því svæði, þar sem verða einmitt þessir grænu iðngarðar, og sömuleiðis erum við að leggja til önnur þróunarsvæði eins og á Ásbrú, við flugstöðina og með fram Reykjanesbrautinni,“ segir Pálmi. Þar sé meðal annars stefnt á að fjölbreytta atvinnustarfsemi, þjónustumiðstöð fyrir Reykjanesskagann og stórbættar samgöngur, enda mikil tækifæri á svæðinu. „Við lítum á þetta svæði sem helst vaxtarsvæði Íslands á næstu áratugum.“ Bæði megi fjölga tækifærum tengdum flugvellinum en líka ótengdum honum, svo svæðið verði ekki jafn háð farþegaflugi. Þetta megi allt gera með hringrásina í huga. „Við getum algjörlega stokkið á þann vagn og orðið kyndilberar í þeirri þróun,“ segir Pálmi.
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Áliðnaður Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira