Lífið

Diljá spáð á­fram í úr­slitin

Máni Snær Þorláksson skrifar
Diljá Pétursdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí.
Diljá Pétursdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska framlaginu í Eurovision er nú spáð 24. sæti í keppninni. Afar líklegt er að Diljá komist í gegnum undankeppnina þar sem einungis sex löndum í okkar riðli er spáð betra gengi í keppninni.

Síðan það varð ljóst að Diljá myndi keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision með laginu Power hefur Ísland farið hægt og rólega upp töflur veðbankanna. Áður en Diljá vann Söngvakeppnina var Íslandi spáð 28. sæti en nú vermum við 24. sætið í spám veðbankanna. 

Diljá stefnir þó mun hærra eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina:

Alls taka sextán þjóðir þátt í seinni undankeppninni, Ísland þar með talið. Tíu komast svo áfram og taka þátt á úrslitakvöldinu. 

Þegar þetta er skrifað er einungis sex þjóðum af þeim sem keppa í seinni undankeppninni spáð betra gengi en Íslandi í keppninni. Ef niðurstöður verða á þann veg sem veðbankar spá nú ættu Armenía, Austurríki, Ástralía, Eistland, Georgía og Pólland að komast áfram á undan Íslandi. 

Þá eru hins vegar fjögur sæti í úrslitin eftir og Ísland ætti að fá eitt þeirra samkvæmt spám veðbankanna. Kýpur, Danmörk og Slóvenía ættu svo að fylgja með í úrslitin. 

Hér fyrir neðan má sjá hvaða sætum þjóðunum sem keppa í seinni undankeppninni er spáð:

Georgía - 10. sæti

Armenía - 12. sæti

Austurríki - 15. sæti

Ástralía - 19. sæti

Eistland - 20. sæti

Pólland - 22. sæti

Ísland - 24. sæti

Kýpur - 27. sæti

Danmörk - 28. sæti

Slóvenía - 29. sæti

Grikkland - 30. sæti

Litáen - 32. sæti

San Marínó - 33. sæti

Belgía - 34. sæti

Rúmenía - 36. sæti

Albanía - 37. sæti


Hafa þarf í huga að um spá er að ræða og því er það að sjálfsögðu alls ekki staðfest að Ísland komist áfram. Miðað við þetta gætu landsmenn þó að minnsta kosti farið að huga að því að taka frá 13. maí næstkomandi fyrir Eurovision partý. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×