Sólveig er greinilega að byggja ofan tímamóta tímabil í fyrra þegar hún komst fyrst sem einstaklingur inn á heimsleikana. Sólveig endaði í 27. sæti á The Open í ár og var eina íslenska konan á topp fimmtíu að þessu sinni.
„Open er búið en ekki ég,“ skrifaði Sólveig á samfélagsmiðla en framundan er átta manna úrslitin sem er líka æfingar sem er skilað í gegnum netið. Þar er markmiðið síðan að komast í undanúrslitamótin sem gefa síðan sæti á sjálfum heimsleikunum í haust.
Sólveig var líka hæsta allra Íslendinga því Björgvin Karl Guðmundsson varð hæstur íslenskra karla í 45. sætinu. Björgvin varð hæstur íslenska karla á Open níunda árið í röð.
Sólveig náði því aftur á móti í fyrsta sinn að vera efst af íslensku konunum á The Open og varð einnig fjórða íslenska konan á síðustu fjórum árum til að leiða íslensku stelpurnar.
Anníe Mist Þórisdóttir, sem varð efst í fyrra, kláraði 23.3 á undan Sólveigu en það dugði þó ekki til að vinna upp forskot Sólveigar frá 21.2.
Anníe Mist endaði í öðru sæti af íslensku stelpunum en var 26 sætum á eftir Sólveigu í 53. sætinu.
Árin á undan höfðu þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir náð því að verða efstar af íslensku stelpunum. Sara gerði meira en það því hún vann The Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020.
Þriðja í ár. varð síðan Þuríður Erla Helgadóttir (64. sæti) og fjórða Katrín Tanja Davíðsdóttir sem endaði í 95. sæti í ár. Ísland átti því fjórar konur á topp hundrað.
Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 183. sætinu í ár sem er mun neðar en við eigum að venjast hjá henni.
Björgvin Karl var eini íslenski karlinn á topp hundrað en næstu honum voru þeir Hafsteinn Gunnlaugsson (325. sæti) og Ægir Björn Gunnsteinsson (326. sæti).
- Íslandsmeistarar á The Open undanfarin ár
- 2023
- Sólveig Sigurðardóttir (27. sæti á heimsvísu)
- Björgvin Karl Guðnundsson (45. sæti)
- 2022
- Anníe Mist Þórisdóttir (18. sæti)
- Björgvin Karl Guðnundsson (32. sæti)
- 2021
- Katrín Tanja Davíðsdóttir (14. sæti)
- Björgvin Karl Guðnundsson (73. sæti)
- 2020
- Sara Sigmundsdóttir (1. sæti)
- Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti)
- 2019
- Sara Sigmundsdóttir (1. sæti)
- Björgvin Karl Guðmundsson (2. sæti)
- 2018
- Anníe Mist Þórisdóttir (5. sæti)
- Björgvin Karl Guðmundsson (12. sæti)
- 2017
- Sara Sigmundsdóttir (1. sæti)
- Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti)
- 2016
- Sara Sigmundsdóttir (4. sæti)
- Björgvin Karl Guðmundsson (9. sæti)
- 2015
- Anníe Mist Þórisdóttir (1. sæti)
- Björgvin Karl Guðmundsson (35. sæti)
- 2014
- Anníe Mist Þórisdóttir (28. sæti)
- Jakob Daníel Magnússon (32. sæti)
- 2013
- Katrín Tanja Davíðsdóttir (37. sæti)
- Björgvin Karl Guðmundsson (84. sæti)