Bjarki heldur ótrauður áfram eftir hrottalega lendingu Snorri Másson skrifar 10. mars 2023 09:00 Í Íslandi í dag var rætt við Bjarka Harðarson, BMX-kappa, sem hefur að undanförnu verið að gera garðinn frægan í Flórída. Í innslaginu hér að ofan má sjá tilraunir hans, heppnaðar og misheppnaðar, til að standast lykiláskorun á hátíð sem heitir Swampfest. Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka. Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka.
Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
„Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38