Vilja binda enda á tímabundna lausn sem staðið hefur í níu ár Valur Páll Eiríksson skrifar 9. mars 2023 10:00 Hilmar Júlíusson (t.h.) leggur fram tillögu sem snertir á stöðu Hannesar S. Jónssonar (t.v.). Samsett/Vísir/KKÍ Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur lagt fram tillögu til breytinga á lögum KKÍ er varða stöðu formanns og framkvæmdastjóra sambandsins. Hannes S. Jónsson er sem stendur bæði framkvæmdastjóri og formaður KKÍ en kosið verður um tillöguna á komandi ársþingi. Alls hefur 21 tillaga verið lögð fram fyrir ársþingið sem fram fer eftir rúmar tvær vikur, laugardaginn 25. mars. Líkt og oft áður verða reglur um erlenda leikmenn til skoðunar en vinnunefnd stjórnar KKÍ leggur fram tillögu um breytingar og þá leggur Viðar Örn Hafsteinsson, fyrir hönd Hattar, einnig fram annars konar breytingu á reglum um erlenda leikmenn á Íslandi. Reglur um slíkt hafa tekið reglulegum breytingum undanfarin misseri og ár hvert virðist skapast umræða um hvað sé réttast í þeim efnum, þar sem skoðanir eru skiptar. Athygli vekur að engin tillaga liggur fyrir um breytingar á félagsskiptum. Mikið umtal var um umdeild félagaskipti Stjörnunnar og Hrunamanna í aðdraganda úrslitahelgarinnar í bikarkeppninni. Ahmad Gilbert skipti þá fram og til baka milli liðanna tveggja fjórum sinnum á einni viku og voru liðin gagnrýnd fyrir víða af úr körfuboltasamfélaginu. Engin tillaga hefur hins vegar verið lögð fram til að koma í veg fyrir að önnur lið leiki það eftir. Þá er lögð fram tillaga um fjölgun liða í efstu deild kvenna úr átta í tíu, um þrefalda umferð í úrvalsdeild karla, um fjölgun liða í 1. deild karla úr tíu í tólf og sömuleiðis þrefalda umferð í 1. deild ef lið eru færri en tíu. Hannes geti ekki áfram verið bæði formaður og framkvæmdastjóri Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, leggur fram stórfellda breytingartillögu á starfi KKÍ, ásamt Björgvini Inga Ólafssyni. Tillögunni er ætlað að aðskilja stöðu formanns og framkvæmdastjóra. Lagðar eru til breytingar á 17., 20. og 21. grein laga KKÍ er varða formanns- og framkvæmdastjórastöðu sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur einnig verið framkvæmdastjóri þess frá árinu 2014. Snemmárs 2014 var Friðriki Inga Rúnarssyni sagt upp sem framkvæmdastjóra og tók formaðurinn Hannes við stöðu hans samhliða skyldum sínum sem formaður. Sú breyting var gerð í hagræðingarskyni. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ sagði Hannes um málið árið 2014. Í 17. grein, sem snertir á skipulagi stjórnar KKÍ, er lögð fram sú breyting að í stað þess að KKÍ sé heimilt að ráða framkvæmdastjóra, sé sambandinu skylt til þess og tekið fram að sá framkvæmdastjóri megi ekki sitja í stjórn sambandsins. Í breytingartillögunum við 20. grein, er varðar formann KKÍ, er lögð til breyting að formaður KKÍ fái ekki greitt fyrir störf sín samkvæmt samþykkt KKÍ. Formaður fékk full laun fyrir starf sitt áður en staðan varð samofin framkvæmdastjórastöðunni árið 2014, líkt og fram kemur í grein Vísis að ofan. Í breytingartillögu á 21. grein, er varðar framkvæmdastjóra KKÍ, er lögð sama áhersla á að stjórn KKÍ ráði framkvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri skuli framfylgja stefnu stjórnar og annast daglegan rekstur sambandsins sem og starfsmannaráðningar. Allar mikils háttar ráðstafanir skuli sá framkvæmdastjóri hafa samþykkt stjórnar fyrir. Vilja ýta undir góða stjórnarhætti Í greinargerð þeirra Hilmars og Björgvins er vísað í góða stjórnarhætti sem rökstuðning fyrir breytingunni. Þörf sé á skýrari regluskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Mikilvægt er að starfshættir og verklag KKÍ standist kröfur um góða stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að hlutverk, hlutverkaskipting og ábyrgð stjórnenda sé skýr og þannig úr garði gerð að það auðveldi viðkomandi að rækja störf sín og um leið efla sambandið og stuðla að jákvæðri þróun greinarinnar.“ segir í greinargerðinni. „Mikilvægt er að skýr greinarmunur sé á starfi stjórnar og starfsfólks. Stjórn skal hafa tækifæri til að sinna stefnumarkandi hlutverki sínu sem og eftirliti með starfi og starfsháttum starfsfólks. Ef skýr skil eru ekki milli stjórnar og starfsfólks er hætta á að misbrestur verði á því,“ „Lykilatriði í því er að formaður stjórnar KKÍ og framkvæmdastjóri KKÍ séu aðskilin hlutverk, sinnt hvort af sínum einstaklingum. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sambandsins og skal hlíta stefnu og fyrirmælum stjórnar. Aðgreining milli stjórnar og starfsfólks, sérstaklega framkvæmdastjóra, skiptir því miklu máli.“ segir þar enn fremur. Hefur KKÍ efni á því að breyta? Líkt og tekið er fram að ofan fer ársþing KKÍ fram 25. mars næst komandi þar sem kosið verður um tillöguna. Líkt og Hannes nefndi í viðtali við Vísi árið 2014 átti breytingin að vera tímabundin vegna rekstrarvandræða en hann hefur síðan sinnt báðum stöðum í níu ár. Það er þó spurning hversu mikið fjárhagslegur hagur KKÍ hefur vænkast síðan en sambandið sér fram á töluverðan niðurskurð eftir að hafa færst niður um flokk í styrkleikaröðun Afrekssjóðs ÍSÍ á dögunum. Íslensku landsliðin geti jafnvel þurft að segja sig frá landsliðsverkefnum vegna fjárskorts. Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Alls hefur 21 tillaga verið lögð fram fyrir ársþingið sem fram fer eftir rúmar tvær vikur, laugardaginn 25. mars. Líkt og oft áður verða reglur um erlenda leikmenn til skoðunar en vinnunefnd stjórnar KKÍ leggur fram tillögu um breytingar og þá leggur Viðar Örn Hafsteinsson, fyrir hönd Hattar, einnig fram annars konar breytingu á reglum um erlenda leikmenn á Íslandi. Reglur um slíkt hafa tekið reglulegum breytingum undanfarin misseri og ár hvert virðist skapast umræða um hvað sé réttast í þeim efnum, þar sem skoðanir eru skiptar. Athygli vekur að engin tillaga liggur fyrir um breytingar á félagsskiptum. Mikið umtal var um umdeild félagaskipti Stjörnunnar og Hrunamanna í aðdraganda úrslitahelgarinnar í bikarkeppninni. Ahmad Gilbert skipti þá fram og til baka milli liðanna tveggja fjórum sinnum á einni viku og voru liðin gagnrýnd fyrir víða af úr körfuboltasamfélaginu. Engin tillaga hefur hins vegar verið lögð fram til að koma í veg fyrir að önnur lið leiki það eftir. Þá er lögð fram tillaga um fjölgun liða í efstu deild kvenna úr átta í tíu, um þrefalda umferð í úrvalsdeild karla, um fjölgun liða í 1. deild karla úr tíu í tólf og sömuleiðis þrefalda umferð í 1. deild ef lið eru færri en tíu. Hannes geti ekki áfram verið bæði formaður og framkvæmdastjóri Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, leggur fram stórfellda breytingartillögu á starfi KKÍ, ásamt Björgvini Inga Ólafssyni. Tillögunni er ætlað að aðskilja stöðu formanns og framkvæmdastjóra. Lagðar eru til breytingar á 17., 20. og 21. grein laga KKÍ er varða formanns- og framkvæmdastjórastöðu sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur einnig verið framkvæmdastjóri þess frá árinu 2014. Snemmárs 2014 var Friðriki Inga Rúnarssyni sagt upp sem framkvæmdastjóra og tók formaðurinn Hannes við stöðu hans samhliða skyldum sínum sem formaður. Sú breyting var gerð í hagræðingarskyni. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ sagði Hannes um málið árið 2014. Í 17. grein, sem snertir á skipulagi stjórnar KKÍ, er lögð fram sú breyting að í stað þess að KKÍ sé heimilt að ráða framkvæmdastjóra, sé sambandinu skylt til þess og tekið fram að sá framkvæmdastjóri megi ekki sitja í stjórn sambandsins. Í breytingartillögunum við 20. grein, er varðar formann KKÍ, er lögð til breyting að formaður KKÍ fái ekki greitt fyrir störf sín samkvæmt samþykkt KKÍ. Formaður fékk full laun fyrir starf sitt áður en staðan varð samofin framkvæmdastjórastöðunni árið 2014, líkt og fram kemur í grein Vísis að ofan. Í breytingartillögu á 21. grein, er varðar framkvæmdastjóra KKÍ, er lögð sama áhersla á að stjórn KKÍ ráði framkvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri skuli framfylgja stefnu stjórnar og annast daglegan rekstur sambandsins sem og starfsmannaráðningar. Allar mikils háttar ráðstafanir skuli sá framkvæmdastjóri hafa samþykkt stjórnar fyrir. Vilja ýta undir góða stjórnarhætti Í greinargerð þeirra Hilmars og Björgvins er vísað í góða stjórnarhætti sem rökstuðning fyrir breytingunni. Þörf sé á skýrari regluskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Mikilvægt er að starfshættir og verklag KKÍ standist kröfur um góða stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að hlutverk, hlutverkaskipting og ábyrgð stjórnenda sé skýr og þannig úr garði gerð að það auðveldi viðkomandi að rækja störf sín og um leið efla sambandið og stuðla að jákvæðri þróun greinarinnar.“ segir í greinargerðinni. „Mikilvægt er að skýr greinarmunur sé á starfi stjórnar og starfsfólks. Stjórn skal hafa tækifæri til að sinna stefnumarkandi hlutverki sínu sem og eftirliti með starfi og starfsháttum starfsfólks. Ef skýr skil eru ekki milli stjórnar og starfsfólks er hætta á að misbrestur verði á því,“ „Lykilatriði í því er að formaður stjórnar KKÍ og framkvæmdastjóri KKÍ séu aðskilin hlutverk, sinnt hvort af sínum einstaklingum. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sambandsins og skal hlíta stefnu og fyrirmælum stjórnar. Aðgreining milli stjórnar og starfsfólks, sérstaklega framkvæmdastjóra, skiptir því miklu máli.“ segir þar enn fremur. Hefur KKÍ efni á því að breyta? Líkt og tekið er fram að ofan fer ársþing KKÍ fram 25. mars næst komandi þar sem kosið verður um tillöguna. Líkt og Hannes nefndi í viðtali við Vísi árið 2014 átti breytingin að vera tímabundin vegna rekstrarvandræða en hann hefur síðan sinnt báðum stöðum í níu ár. Það er þó spurning hversu mikið fjárhagslegur hagur KKÍ hefur vænkast síðan en sambandið sér fram á töluverðan niðurskurð eftir að hafa færst niður um flokk í styrkleikaröðun Afrekssjóðs ÍSÍ á dögunum. Íslensku landsliðin geti jafnvel þurft að segja sig frá landsliðsverkefnum vegna fjárskorts.
Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira