Síbreytilegt samfélag kallar á menntaða skipulagsfræðinga – opið hús á morgun Landbúnaðarháskóli Íslands 9. mars 2023 12:13 Frá kynningu á lokaverkefni í skipulagfsfræði í Landbúnaðarháskólanum. Eftirspurn eftir skipulagsfræðingum er vaxandi um land allt, enda gegna skipulagsfræðingar lykilhlutverki í að leiða saman þekkingu um sjálfbæra þróun þéttbýlis, dreifbýlis, náttúrusvæða og samfélög framtíðarinnar. Opið hús verður í hádeginu á morgun á Keldnaholti. Af hverju er skipulagsfræði svona mikilvæg? Skipulag byggðar og landnotkun gegnir lykilhlutverki í sjálfbærri þróun. Þá þurfum við líka að hugsa fram á veginn og huga að því að skipulag byggðar geti aðlagað sig að síbreytilegu samfélagi og stuðli að seiglu gangvart umhverfisbreytingum. Skipulag tekur til lífsgæða fólks og möguleika til daglegra athafna og heilsusamlegra lifnaðarhátta. Við viljum öll geta komist leiðar okkar á sem greiðfærastan hátt og nálgast þá þjónustu sem við þurfum sem næst heimili okkar. Hvað er það sem tryggir umhverfisleg lífsgæði okkar og hvernig metum við þau? Skipulag á ekki aðeins við þéttbýli, heldur tekur líka til náttúrusvæða, aðgengis okkar að óspilltri náttúru, skipulagi dreifbýlis og orkuinnviða. Fyrir hverja er skipulagsfræði? Skipulagsfræði er þverfagleg grein sem byggir á þekkingu úr náttúruvísindum, félagsvísindum og arkitektúr. Aðilar innan skipulagsfræðinnar hafa þekkingu á búsetugæðum, stjórnsýslu skipulagsmála, fjölþættri starfsemi þéttbýlis, samgöngukerfum og umhverfismálum. Í náminu læra nemendur um helstu skipulagskenningar og stefnur samtímans með staðbundnar íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Skipulag snýst um lífsmynstur Hugrún Harpa Björnsdóttir tekur undir þetta en hún er á fyrsta ári í MSc námi í skipulagsfræði við LBHÍ. Hún segir nemendahópinn koma úr ólíkum áttum og námið taki á ólíkum flötum samfélagsins. Nemendahópur Landbúnaðarháskólans, Hugrún Harpa Björnsdóttir er lengst til vinstri. „Ég er með BS í landfræði og í hópnum eru verkfræðingar, arkitektar, tæknifræðingar og fólk sem lokið hefur námi í umhverfisskipulagi eða landslagsarkitektúr á Hvanneyri. Námið er mjög þverfaglegt og hægt að sérhæfa sig á ólíkum sviðum. Ég er þegar komin með valkvíða yfir því hvað ég á að taka fyrir í meistararitgerðinni,“ segir Hugrún. Kjarni Skipulagsfræðinnar sé að viðhalda góðum lífsgæðum , bæði andlega og líkamlega og það sé hægt að nálgast á mismunandi hátt. „Hlutverk skipulagsfræðinga er að stórum hluta að miðla upplýsingum um það sem er að gerast í heiminum og þær hættur sem steðja að og eru fyrirsjánlegar, til að mynda hækkandi sjávarstaða, möguleg flóðahætta og fleira en einnig þá þætti sem eiga við andlega heilsu fólks. Í dag er áhersla á öruggari borgir og lýðheilsu, græn svæði og þjónustu í göngufæri. Skipulagsfræðingar reyna að finna leiðir til að sem flestir verði ánægðir og líði vel og koma með hugmyndir að lausnum sem eru svo útfærðar í samvinnu við aðra sérfræðinga eins og akritekta, verkfræðinga og fleiri,“ útskýrir Hugrún Harpa. Hún segir eðli Skipulagsfræðinnar að taka mið af tíðarandanum hverju sinni. Framkvæmdir fyrri áratuga standist oft ekki tímans tönn og því sé einnig mikilvægt hlutverk skipulagsfræðinga að aðlaga og laga það sem betur má fara . „Það er alltaf verið að gera sem best hverju sinni. Í dag er til dæmis áhersla á að Reykjavíkurborg vaxi ekki lengra út yfir græn svæði eins og Heiðmörk og í staðinn verið að þétta byggð. Kringlumýrarbrautin og Miklubrautin voru lagðar eftir hugmyndafræði þess tíma, að bílar væru framtíðin en nú sjáum við að það var kannski ekkert svo sniðugt. Það þarf að minnka umferðarþunga en Þó þarf að finna leið til þess að fólk komist leiðar sinnar, þar má taka Borgarlínuna sem dæmi. Við erum einfaldlega alltaf að læra af hlutum og finna leiðir sem gagnast flestum,“ segir Hugrún Harpa. Lærdómsríkt að vinna að skipulagsmálum í dreifbýli Arwa Al-fadhli útskrifaðist úr skipulagsfræði vorið 2022 og hefur starfað sem skipulagsfulltrúi fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp. Arwa er menntaður arkitekt frá Jemen og þó umhverfið sé afar ólíkt Íslandi þá komi bakgrunnur hennar að gagni. Hún segist hafa lært ótrúlega mikið á þeim tíma sem hún hefur starfað fyrir sveitafélögin og áskoranirnar séu fjölbreyttar í sveitarfélögum þar sem bæði dreifbýli og þéttbýli koma saman. Arwa Al-fadhli útskrifaðist úr skipulagsfræði vorið 2022 og hefur starfað sem skipulagsfulltrúi fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp. „Ég hóf störf strax eftir útskrift og þetta hefur verið mikil reynsla. Ég hef meðal annars unnið að aðalskipulagi fyrir Reykhóla, Dala- og Strandabyggð, allt stór verkefni þar sem þurfti að taka tillit til margra ólíkra þátta, meðal annars að gera ráð fyrir vindorku á svæðunum. Það hefur einnig verið mjög lærdómsríkt að vinna með dreifbýlissvæði og ég hef lært mjög mikið um landbúnað,“ segir hún. Hún hafi meðal annars komið að skipulagi á sveitabæ þar sem ábúendur voru að færa sig yfir í skógrækt. „Þar með breytist það hvernig landið er nýtt og þá þarf að skoða hvar má taka svæði undir skógrækt og eins hvar má setja niður sumarbústaði. Við skipulag í dreifbýli þarf meðal annars að huga að fuglalífi og eru höfð góð samskipti við Náttúrufræðistofnun Íslands. Það sem mér fannst einna áhugaverðast á þeim átta mánuðum sem ég starfaði hjá sveitafélögunum var að upplifa hve mikinn áhuga fólk hefur yfirleitt á skipulagsmálum, les aðalskipulag og fylgist vel með. Skipulagsfulltrúar eru í beinu sambandi við íbúa sem senda upplýsingar um svæðin og fleira,“ segir Arwa. „Nú hef ég fært mig til Akureyrar þar sem ég mun starfa meira við bæjarskipulag og mun meðal annars vinna mælilíkön fyrir hönnuði. Ég er mjög ánægð með námið í Landbúnaðarháskólanum og mæli hiklaust með því,“ segir Arwa. Opið hús verður á morgun, föstudag 10. mars, á Keldnaholti, Árleyni 2, frá kl 12-13.30. Afhverju er landslagsarkitektúr og skipulagsfræði kennd við Landbúnaðarháskóla? Í Skandinavíu er hefð fyrir því að kenna greinar sem tengjast landnotkun og nýtingu lands í landbúnaðarháskólum, sem nú fást við umhverfismál í víðum skilningi. Hlutverk skólans er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum. Starfsemin skiptist á þrjár fagdeildir, Ræktun & Fæðu, Náttúra og Skógur og Skipulag og Hönnun. Landslagasrkitektúr og skipulagsfræði heyra undir síðastnefndu deildina. Landslagsarkitektúr er þriggja ára grunnnám og veitir BS gráðu. Það nám fer fram á starfsstöð skólans á Hvanneyri. Námið í skipulagsfræði er tveggja ára meistaranám og fer fram í Reykjavík, á starfsstöð skólans á Keldnaholti. Námið veitir réttindi til að nota hið lögverndaða heiti Skipulagsfræðingur. Opið hús á morgun Ef þú villt kynna þér möguleika á meistaranámi betur þá hvetjum við áhugasama að kíkja við í starfsstöð skólans í Reykjavík, á Keldnaholti, Árleyni 22, föstudaginn 10. mars n.k. frá kl 12-13.30. Starfsfólk og nemendur eru á staðnum og heitt á könnunni. Byggðamál Arkitektúr Landbúnaður Skipulag Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Af hverju er skipulagsfræði svona mikilvæg? Skipulag byggðar og landnotkun gegnir lykilhlutverki í sjálfbærri þróun. Þá þurfum við líka að hugsa fram á veginn og huga að því að skipulag byggðar geti aðlagað sig að síbreytilegu samfélagi og stuðli að seiglu gangvart umhverfisbreytingum. Skipulag tekur til lífsgæða fólks og möguleika til daglegra athafna og heilsusamlegra lifnaðarhátta. Við viljum öll geta komist leiðar okkar á sem greiðfærastan hátt og nálgast þá þjónustu sem við þurfum sem næst heimili okkar. Hvað er það sem tryggir umhverfisleg lífsgæði okkar og hvernig metum við þau? Skipulag á ekki aðeins við þéttbýli, heldur tekur líka til náttúrusvæða, aðgengis okkar að óspilltri náttúru, skipulagi dreifbýlis og orkuinnviða. Fyrir hverja er skipulagsfræði? Skipulagsfræði er þverfagleg grein sem byggir á þekkingu úr náttúruvísindum, félagsvísindum og arkitektúr. Aðilar innan skipulagsfræðinnar hafa þekkingu á búsetugæðum, stjórnsýslu skipulagsmála, fjölþættri starfsemi þéttbýlis, samgöngukerfum og umhverfismálum. Í náminu læra nemendur um helstu skipulagskenningar og stefnur samtímans með staðbundnar íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Skipulag snýst um lífsmynstur Hugrún Harpa Björnsdóttir tekur undir þetta en hún er á fyrsta ári í MSc námi í skipulagsfræði við LBHÍ. Hún segir nemendahópinn koma úr ólíkum áttum og námið taki á ólíkum flötum samfélagsins. Nemendahópur Landbúnaðarháskólans, Hugrún Harpa Björnsdóttir er lengst til vinstri. „Ég er með BS í landfræði og í hópnum eru verkfræðingar, arkitektar, tæknifræðingar og fólk sem lokið hefur námi í umhverfisskipulagi eða landslagsarkitektúr á Hvanneyri. Námið er mjög þverfaglegt og hægt að sérhæfa sig á ólíkum sviðum. Ég er þegar komin með valkvíða yfir því hvað ég á að taka fyrir í meistararitgerðinni,“ segir Hugrún. Kjarni Skipulagsfræðinnar sé að viðhalda góðum lífsgæðum , bæði andlega og líkamlega og það sé hægt að nálgast á mismunandi hátt. „Hlutverk skipulagsfræðinga er að stórum hluta að miðla upplýsingum um það sem er að gerast í heiminum og þær hættur sem steðja að og eru fyrirsjánlegar, til að mynda hækkandi sjávarstaða, möguleg flóðahætta og fleira en einnig þá þætti sem eiga við andlega heilsu fólks. Í dag er áhersla á öruggari borgir og lýðheilsu, græn svæði og þjónustu í göngufæri. Skipulagsfræðingar reyna að finna leiðir til að sem flestir verði ánægðir og líði vel og koma með hugmyndir að lausnum sem eru svo útfærðar í samvinnu við aðra sérfræðinga eins og akritekta, verkfræðinga og fleiri,“ útskýrir Hugrún Harpa. Hún segir eðli Skipulagsfræðinnar að taka mið af tíðarandanum hverju sinni. Framkvæmdir fyrri áratuga standist oft ekki tímans tönn og því sé einnig mikilvægt hlutverk skipulagsfræðinga að aðlaga og laga það sem betur má fara . „Það er alltaf verið að gera sem best hverju sinni. Í dag er til dæmis áhersla á að Reykjavíkurborg vaxi ekki lengra út yfir græn svæði eins og Heiðmörk og í staðinn verið að þétta byggð. Kringlumýrarbrautin og Miklubrautin voru lagðar eftir hugmyndafræði þess tíma, að bílar væru framtíðin en nú sjáum við að það var kannski ekkert svo sniðugt. Það þarf að minnka umferðarþunga en Þó þarf að finna leið til þess að fólk komist leiðar sinnar, þar má taka Borgarlínuna sem dæmi. Við erum einfaldlega alltaf að læra af hlutum og finna leiðir sem gagnast flestum,“ segir Hugrún Harpa. Lærdómsríkt að vinna að skipulagsmálum í dreifbýli Arwa Al-fadhli útskrifaðist úr skipulagsfræði vorið 2022 og hefur starfað sem skipulagsfulltrúi fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp. Arwa er menntaður arkitekt frá Jemen og þó umhverfið sé afar ólíkt Íslandi þá komi bakgrunnur hennar að gagni. Hún segist hafa lært ótrúlega mikið á þeim tíma sem hún hefur starfað fyrir sveitafélögin og áskoranirnar séu fjölbreyttar í sveitarfélögum þar sem bæði dreifbýli og þéttbýli koma saman. Arwa Al-fadhli útskrifaðist úr skipulagsfræði vorið 2022 og hefur starfað sem skipulagsfulltrúi fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp. „Ég hóf störf strax eftir útskrift og þetta hefur verið mikil reynsla. Ég hef meðal annars unnið að aðalskipulagi fyrir Reykhóla, Dala- og Strandabyggð, allt stór verkefni þar sem þurfti að taka tillit til margra ólíkra þátta, meðal annars að gera ráð fyrir vindorku á svæðunum. Það hefur einnig verið mjög lærdómsríkt að vinna með dreifbýlissvæði og ég hef lært mjög mikið um landbúnað,“ segir hún. Hún hafi meðal annars komið að skipulagi á sveitabæ þar sem ábúendur voru að færa sig yfir í skógrækt. „Þar með breytist það hvernig landið er nýtt og þá þarf að skoða hvar má taka svæði undir skógrækt og eins hvar má setja niður sumarbústaði. Við skipulag í dreifbýli þarf meðal annars að huga að fuglalífi og eru höfð góð samskipti við Náttúrufræðistofnun Íslands. Það sem mér fannst einna áhugaverðast á þeim átta mánuðum sem ég starfaði hjá sveitafélögunum var að upplifa hve mikinn áhuga fólk hefur yfirleitt á skipulagsmálum, les aðalskipulag og fylgist vel með. Skipulagsfulltrúar eru í beinu sambandi við íbúa sem senda upplýsingar um svæðin og fleira,“ segir Arwa. „Nú hef ég fært mig til Akureyrar þar sem ég mun starfa meira við bæjarskipulag og mun meðal annars vinna mælilíkön fyrir hönnuði. Ég er mjög ánægð með námið í Landbúnaðarháskólanum og mæli hiklaust með því,“ segir Arwa. Opið hús verður á morgun, föstudag 10. mars, á Keldnaholti, Árleyni 2, frá kl 12-13.30. Afhverju er landslagsarkitektúr og skipulagsfræði kennd við Landbúnaðarháskóla? Í Skandinavíu er hefð fyrir því að kenna greinar sem tengjast landnotkun og nýtingu lands í landbúnaðarháskólum, sem nú fást við umhverfismál í víðum skilningi. Hlutverk skólans er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum. Starfsemin skiptist á þrjár fagdeildir, Ræktun & Fæðu, Náttúra og Skógur og Skipulag og Hönnun. Landslagasrkitektúr og skipulagsfræði heyra undir síðastnefndu deildina. Landslagsarkitektúr er þriggja ára grunnnám og veitir BS gráðu. Það nám fer fram á starfsstöð skólans á Hvanneyri. Námið í skipulagsfræði er tveggja ára meistaranám og fer fram í Reykjavík, á starfsstöð skólans á Keldnaholti. Námið veitir réttindi til að nota hið lögverndaða heiti Skipulagsfræðingur. Opið hús á morgun Ef þú villt kynna þér möguleika á meistaranámi betur þá hvetjum við áhugasama að kíkja við í starfsstöð skólans í Reykjavík, á Keldnaholti, Árleyni 22, föstudaginn 10. mars n.k. frá kl 12-13.30. Starfsfólk og nemendur eru á staðnum og heitt á könnunni.
Ef þú villt kynna þér möguleika á meistaranámi betur þá hvetjum við áhugasama að kíkja við í starfsstöð skólans í Reykjavík, á Keldnaholti, Árleyni 22, föstudaginn 10. mars n.k. frá kl 12-13.30. Starfsfólk og nemendur eru á staðnum og heitt á könnunni.
Byggðamál Arkitektúr Landbúnaður Skipulag Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira