Allt um leikjamet Sigrúnar: „Geggjað að vera með henni í liði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 11:01 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fékk blóm frá Braga Magnússyni, formanni Körfuknattleiksdeild Hauka, fyrir leikinn sögulega. Vísir/Vilhelm Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti leikjametið í efstu deild kvenna í körfubolta í leik með Haukum í síðustu umferð Subway deild kvenna og afrek hennar var tekið fyrir í Körfuboltakvöldi kvenna. Sigrún lék þarna sinn 376. leik og bætti leikjamet Birnu Valgarðsdóttur. Sigrún hafði áður orðið frákastahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi en hún er mjög ofarlega á mörgum tölfræðilistum. „Við sjáum hérna þennan ótrúlega feril sem spannar hátt í tuttugu ár,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Sigrún lék 81 leik fyrir tvítugsafmælið en hún hefur leikið 99 leiki eftir þrítugsafmælið. „Ég veit ekki hvort er meira afrek,“ spurði Hörður en sérfræðingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir voru ekki í vafa. „Ég held að það sé meira afrek að spila alla þessa leiki eftir þrítugt því það eru fleiri ungar stelpur í deildinni,“ sagði Ólöf Helga. Í umfjöllun Körfuboltakvölds má sjá í hvaða sætum Sigrún er á þessum helstu tölfræðilistum en þar sýnir hún heldur betur fjölhæfni sína sem leikmanns. „Ef þú talar um fjölhæfni hjá leikmanni þá heitir hún Sigrún Sjöfn Ámundadóttir,“ sagði Hörður. „Þú vildir ekki spila á móti henni en það er geggjað að vera með henni í liði,“ sagði Ingibjörg sem spilaði með Sigrúnu bæði hjá Grindavík sem og í íslenska landsliðinu. „Þetta er svo mikið gull af manni. Þú vilt alltaf vera með henni í liði því hún er leikmaðurinn sem er tilbúin að pikka alla upp sama hvaða stöðu þeir spila á vellinum og sama hvar þeir eru. Hún talar endalaust og það er svo mikilvægt fyrir svona stóra leikmenn sem eru fjölhæfir. Að geta tjáð sig, kennt öðrum og peppað aðra,“ sagði Ingibjörg. Það má sjá umfjöllunina um leikjamet Sigrúnar hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Sigrún bætti leikjameti Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Sigrún lék þarna sinn 376. leik og bætti leikjamet Birnu Valgarðsdóttur. Sigrún hafði áður orðið frákastahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi en hún er mjög ofarlega á mörgum tölfræðilistum. „Við sjáum hérna þennan ótrúlega feril sem spannar hátt í tuttugu ár,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Sigrún lék 81 leik fyrir tvítugsafmælið en hún hefur leikið 99 leiki eftir þrítugsafmælið. „Ég veit ekki hvort er meira afrek,“ spurði Hörður en sérfræðingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir voru ekki í vafa. „Ég held að það sé meira afrek að spila alla þessa leiki eftir þrítugt því það eru fleiri ungar stelpur í deildinni,“ sagði Ólöf Helga. Í umfjöllun Körfuboltakvölds má sjá í hvaða sætum Sigrún er á þessum helstu tölfræðilistum en þar sýnir hún heldur betur fjölhæfni sína sem leikmanns. „Ef þú talar um fjölhæfni hjá leikmanni þá heitir hún Sigrún Sjöfn Ámundadóttir,“ sagði Hörður. „Þú vildir ekki spila á móti henni en það er geggjað að vera með henni í liði,“ sagði Ingibjörg sem spilaði með Sigrúnu bæði hjá Grindavík sem og í íslenska landsliðinu. „Þetta er svo mikið gull af manni. Þú vilt alltaf vera með henni í liði því hún er leikmaðurinn sem er tilbúin að pikka alla upp sama hvaða stöðu þeir spila á vellinum og sama hvar þeir eru. Hún talar endalaust og það er svo mikilvægt fyrir svona stóra leikmenn sem eru fjölhæfir. Að geta tjáð sig, kennt öðrum og peppað aðra,“ sagði Ingibjörg. Það má sjá umfjöllunina um leikjamet Sigrúnar hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Sigrún bætti leikjameti
Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira