Dýrustu fasteignir sem seldar voru á Íslandi árið 2022 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. mars 2023 11:34 Þessar eignir eru á meðal þeirra dýrustu sem seldust á síðasta ári. samsett Ein dýrasta fasteign sem seldist á síðasta ári fór á hvorki meira né minna en 620 milljónir. Eignina er að finna í myndbandi sem fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman þar sem farið er yfir níu af dýrustu eignum sem seldust árið 2022. Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar staðsettar í Garðabæ eða í miðbæ Reykjavíkur. Dýrasta eignin í myndbandinu er lúxusíbúð við Bryggjugötu 6 í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 354 fermetra íbúð sem seldist á 620 milljónir og er fermetraverðið því 1,7 milljón. Þá er önnur íbúð við Bryggjugötu einnig á listanum en sú íbúð seldist á 310 milljónir. Tekið skal þó fram að einbýlishús við Fjölnisveg 9 er talið hafa selst á 690 milljónir í mars á síðasta ári. Upplýsingar um söluna voru þó ekki gerðar opinberar og rataði húsið því ekki inn á listann sem unninn var út frá opinberum gögnum. Segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist Páll segir fasteignamarkaðinn í raun hafa verið tvískiptan á síðasta ári, fyrir og eftir vaxtahækkanir. Fyrri hluta árs hafi söluhraðinn verið meiri og framboð mun minna. „Seinni hluta árs fór þetta svo í eðlilegra horf eins og ég vil orða það. Sölutíminn lengdist og verðin fóru að ná meira jafnvægi með hækkun vaxta einmitt til að tempra blessuðu verðbólguna sem vonandi mun takast á seinni hluta þessa árs.“ Hann segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist á síðustu árum, þó svo framboðið sé takmarkað. „Það er enn töluverður hópur þarna úti sem getur keypt sér eign fyrir 200 milljónir og yfir án þess að skuldsetja sig. Það hefur ekki verið mikið framboð fyrir þennan hóp. Til dæmis eru stórar og fallegar „penthouse“ íbúðir takmörkuð auðlind í dag.“ Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn alls ekki frosinn Þá segir hann lítið framundan í uppbyggingu á nýjum og stórum einbýlishúsum. Mögulega muni þó rísa nýtt hverfi í Hnoðraholti í Garðabæ þar sem húsin verði í stærri og dýrari kantinum og er hann viss um að eftirspurnin verði mikil. Páll segir árið 2023 fara þokkalega vel af stað í fasteignabransanum og telur hann líklegt að framboð á eignum eigi eftir að aukast þegar líða tekur á árið. „Markaðurinn er alls ekki frosinn heldur er þetta orðinn mun eðlilegri markaður þar sem flestir geta keypt og flestir geta selt,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem farið er yfir dýrustu fasteignir sem seldust á Íslandi á síðasta ári. Páll segist eiga erfitt með að velja sér uppáhalds eign af listanum en segist þó ekki mundu slá hendinni á móti „penthouse“ íbúð við Bryggjugötu. Klippa: Dýrustu fasteignir sem seldar voru árið 2022 Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00 Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar staðsettar í Garðabæ eða í miðbæ Reykjavíkur. Dýrasta eignin í myndbandinu er lúxusíbúð við Bryggjugötu 6 í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 354 fermetra íbúð sem seldist á 620 milljónir og er fermetraverðið því 1,7 milljón. Þá er önnur íbúð við Bryggjugötu einnig á listanum en sú íbúð seldist á 310 milljónir. Tekið skal þó fram að einbýlishús við Fjölnisveg 9 er talið hafa selst á 690 milljónir í mars á síðasta ári. Upplýsingar um söluna voru þó ekki gerðar opinberar og rataði húsið því ekki inn á listann sem unninn var út frá opinberum gögnum. Segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist Páll segir fasteignamarkaðinn í raun hafa verið tvískiptan á síðasta ári, fyrir og eftir vaxtahækkanir. Fyrri hluta árs hafi söluhraðinn verið meiri og framboð mun minna. „Seinni hluta árs fór þetta svo í eðlilegra horf eins og ég vil orða það. Sölutíminn lengdist og verðin fóru að ná meira jafnvægi með hækkun vaxta einmitt til að tempra blessuðu verðbólguna sem vonandi mun takast á seinni hluta þessa árs.“ Hann segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist á síðustu árum, þó svo framboðið sé takmarkað. „Það er enn töluverður hópur þarna úti sem getur keypt sér eign fyrir 200 milljónir og yfir án þess að skuldsetja sig. Það hefur ekki verið mikið framboð fyrir þennan hóp. Til dæmis eru stórar og fallegar „penthouse“ íbúðir takmörkuð auðlind í dag.“ Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn alls ekki frosinn Þá segir hann lítið framundan í uppbyggingu á nýjum og stórum einbýlishúsum. Mögulega muni þó rísa nýtt hverfi í Hnoðraholti í Garðabæ þar sem húsin verði í stærri og dýrari kantinum og er hann viss um að eftirspurnin verði mikil. Páll segir árið 2023 fara þokkalega vel af stað í fasteignabransanum og telur hann líklegt að framboð á eignum eigi eftir að aukast þegar líða tekur á árið. „Markaðurinn er alls ekki frosinn heldur er þetta orðinn mun eðlilegri markaður þar sem flestir geta keypt og flestir geta selt,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem farið er yfir dýrustu fasteignir sem seldust á Íslandi á síðasta ári. Páll segist eiga erfitt með að velja sér uppáhalds eign af listanum en segist þó ekki mundu slá hendinni á móti „penthouse“ íbúð við Bryggjugötu. Klippa: Dýrustu fasteignir sem seldar voru árið 2022
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00 Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00
Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00